Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 82
82
því hún vildi finna barniö sitt; hún lagðist þá niður
til að drekka upp sjóinn, og var það ógjörníngur, en
móðirin hðlt í hörmum sínum að kraptaverk kynni að
verða.
„Nei, þetta tekst aldrei,“ sagði sjórinn, „við
skulum heldur koma okkur saman; mðr þykir gaman
að safna perlum og augun þín eru skærustu perlurnar,
sem eg hef sðð, viljir þú gráta þeim til mín, þá skal
eg bera þig til stóra gróðrarhússins þarsem dauðinn
býr og gætir blóma og trjáa; hvort þeirra um sig er
mannslíf.“
„Æ! allt vil eg vinna til að komast þángað sem
barnið mitt er,“ sagði móðirin grátmædda, og grðt enn
sárar, og augu hennar hnigu ofaná hafsbotn og urðu
að tveimur dýrindis perlum, en sjórinn reið undir hana,
og kastaðist hún í einni sveiflu yfir á ströndina fyrir
handan. |>ar stóð undarlegt hús mílubreitt, og var
ekki að vita, hvort það væri skógvaxinn fjallshnúkur
með hellisskútum, eða það væri timbrað saman; aum-
ingja móðirin gat ekki sðð það, hún hafði grátið úr
sðr augun.
„Hvar get eg hitt dauðann, sem fór með barnið
mitt litla?“ sagði hún.
„Ekki hefur hann koinið hingað ennþá,“ sagði
hin aldraða kona sem gæta átti gróðrarhúss dauðans.
Hvernig komstu á veginn hingað og hver hefur hjálp-
að þðr?“
„Guð hefur hjálpað mðr,“ svaraði hún, „hann er
miskunsamur og það munt þú vera líka. Hvar á eg
að finna barnið mitt?“