Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 79
79
hvaö hættulegt þetta hugsunarleysi var, og hfct hann
Pölkeríu því, að hann framvegis skyldi gá betur að,
hvað þau skjöl hefði inni að halda, er hann ritaði
nafn sitt á.
MÓÐIRIN.
(Eptir H. C. Andersen.)
Móðir sat hjá barni sínu, kornúngu; hún var svo
hrygg, svo hrædd uin að það mundi deyja. — pað var
nábleikt í framan, augun litlu höfðu lokast aptur, það
dró svo hægt andann og var öðru hverju einsog það
andvarpaði; því sorgbitnari horfði móðirin á aumíngj-
ann litla.
I>á var drepið á dyr og kom inn fátækur maður
gamall og hafði sveipað um sig einhverju, sem var
áþekkt stórum baklepp, sör til hita, enda var honum
ekki vanþörf á, því nú var kaldur vetur; úti var allt
þakið ís og fönnum, og vindurinn næddi svo napurt
að tók á andlitið.
Af því nú gamalmennið nötraði af kulda og barn-
únginn blundaði ofurlítið, stóð móðirin upp og setti
mjólk í dálítilli pönnu inní ofninn, og ætlaði að hita
hana handa honum; gamli maðurinn sat og ruggaði, og
settist móðirin rðtt hjá honum, og horfði á barnið sitt
f