Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 62
62
að glauini og gleði. Hann talaði einhverju hulinsmáli
við meyjuna, og tók hón til að verða dauf í bragði.
og var eigi örgrannt að hún skylfi.
Eigi gat hjá því farið, að boðsfólkið tæki eigi
eptir þessuin hlut; þótti ölluin slíkt undarlegt. Hvorr
rendi augunum til annars: menn ypptu öxlum og hristu
höfuðin; en enginn mátti skilja hvað undir þessu mundi
búa. Varð þögn mikil í höllinni; en er drykkurinn tók
til að svífa á, þá glaðnaði við aptur, og voru sagðar
margar undarlegar sögur; var sú hin seinasta, er bar-
úninn sagði. það var sagan af heljarriddaranum, er
nam á burtu Lenóru hina fögru; og sagði barúninn
frá henni á svo voðalegan hátt og með þeim rífandi
krapti, að kvennfólkinu lá við óviti, en hárið reis á
höfðum manna og stóð sitt út í hverja áttina.
Riddarinn hlustaði með athygli á þessa frásögu.
og starði á barúninn á meðan á henni stóð. En er
sagan var allt að því á enda, þá reisti hann sig upp
smátt og smátt hærra og hærra; og þegar barúninn
lauk sögunni, þá stóð riddarinn kertur, og sýndist hann
barúninuin eins og ógurlegur risi. Riddarinn hneigði
sig fyrir boðsfólkinu og kvaddi, en allir urðu ótta-
slegnir og barúninn varð forviða.
„Hverju sætir slíkt,“ mælti barúninn; „nú er þegar
komið undir miðnætti, og þ£r ætlið á brottu hððan!
Hðr er allt tilbúið til að taka á móti yður, og
herbergi er til reiðu, ef þðr viljið draga yður frá
gleðinni.“
Riddarinn hristi höfuðið, og var því líkast, sem
dimt sorgarský drægi yfir augu hans. „A svalari sæng,