Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 120
120
lega; hana ræður hugsunurn hennar og gáfum; hún
er hans.
Hvílík sönnun er þetta ekki fyrir guðdómleika
Krists! Hann hefur einræðislegt vald og ríki, og hann
stefnir einúngis að því, að betra anda mannanna, hvors
um sig; hann vill hreina samvizku, sameiníngu við
sannleikann, helgan sálarinnar.
Loksins, og það er mín seinasta ástæða, það er
enginn guð til í himninum, ef nokkurr maður hefur
getað látið sðr detta í hug og takast gjörsamlega hið
ógurlega áform, að ræna handa sðr hinni æðstu guðs-
dýrkun, og láta kalla sig guð. Jesús er hinn einasti,
sem hefur þorað það. Hann er hinn einasti, sem hefur
sagt hreint út; eg er guð. það er mikill munur á
því, að segja: eg er einn guð (guðdómur, einn af guð-
unum), eða: það eru guðir, og á því, að segja: eg er
guð. Sagan getur ekki um neinn, sem hafi heimtað
gjörsamlega að hann væri kallaður guð, nema Krist.
Sögurnar sýna engan veginn, að Júpíter og hinir aðrir
guðirnir hafi gert sig sjálfir að guðuin. J>á hefðu þeir
kotnist hæst í drambinu. þeir hefðu verið afkáralegir
og vitlausir. Eptirkomendurnir og erfíngjar hinna fyrstu
konúnga hafa gert þá að guðum. Fyrst allir menn
voru af sama ættstofni. þá gat Alexander kallað sig
son Júpíters. En þó hefur allt Grikkland hlegið að
þessum sjálfsþótta, og jafnvel Rómverjum hefur aldrei
verið full alvara með að gera keisarana að guðum.
Mahómet og Confucius hafa einúngis kallað sig sendi-
boða guðdómsins. Gyðjan Egería, sem Núina hafði,
hefur aldrei verið annað en hugmynd hans í eyði-