Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 85
85
hennar og fann hún að það var kaldara enn vetrar-
nepjan; fðllust henni þá hendur.
„J>ú mátt ekkert við mér,“ sagði dauðinn.
„En guð má við þðr,“ ansaði hún.
„Eg geri ekki annað enn það, sem er hans vilji,“
mælti dauðinn, „eg er hans urtagarðsmaður, eg tek
öll blóm hans og trð og gróðurset þau í hinum stóra
paradísargarði á ókunna landinu, en ekki þori eg að
segja þðr, hvernig þau gróa þar, og hvernig þar
hagar til.“
„Gefðu mðr barnið mitt aptur,“ grátbændi móðirin
hann ; tók hún þá allt í einu utanurn tvö fögur blóm, sem
stóðu þar rétt hjá, sitt með hverri hendi og kallaði til
dauðans, „eg skal slíta upp öll blómin þín, eg ræð mer
ekki fyrir örvæntingu.“
„Snertu ekki á þeim,“ mælti dauðinn, „þú þykist
sjálf vera svo ólánssöm, en nú ætlarðu að gera aðra
móður jafn ólánssama.“
„Aðra móður,“ sagði hún og sleppti undireins
blómunum.
„Hðrna eru augun þín,“ sagði dauðinn, „eg hef
slætt þau upp úr sjónum, það stóð svo mikil birta af
þeim; eg vissi ekki að það voru augun þín; taktu
við þeiin aptur, þau eru skærari núna enn þau voru
áður, líttu svo niður í djúpa brunninn rðtt hjá þðr
og skal eg segja þðr nöfnin á báðuin blómunum sem
þú ætlaðir að slíta upp, þú sðr nú ókomna æfi þeirra,
allt sem þú ætlaðir að eyða og ónýta.“
Og hún leit niður í brunninn, og var það fagn-
aðarsjón að sjá, hversu æfi annars barnsins varð