Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 71
71
verið efnismikil* og merkileg, en það stoðar eigi ef
málið er svo illt að enginn skilur hvað ritað er, eða
hlær að því fyrir sakir málvillna. Málið er ætíð vottur
þess, hversu á standi' andlegum gáfum sðr hverrar
þjóðar; segja þetta margir vitrir og merkir sögumenn;
það vitum vðr og’, að málið á sumu því er ritað er
erlendis, er eins og nokkurs konar barnamál, og fer
þar eptir hugsunarháttur þeirra, sern ritað er fyrir.
Mállaus þjóð getur eigi verið tii, því málið er einn af
þeim hlutum, er skilja menn frá skepnum; því full-
komnara sem málið er, því mikilhæfari er hugsun
þjóðarinnar; er og engi sá menntaður maður til í
heimi, er eigi kannist við það, að ser hver þjóð eigi
að varðveita túngu sína og viðhalda henni hreinni og
fagri eins og unnt er.
þess er víða getið í ferðabókum útlendra manna,
að Íslendíngar sð betur að sðr í andlegum éfiium og
bókvísi en aðrar þjóðir, og er það satt. Vér, sem
ritum þessa bók, erum eigi svo. heimskir, að vér viljum
bjóða lesenduin vorum íslenzkar fornsögur uin vort
eigið land, því vér þekkjum þær allir; og þótt allir
sð eigi jafn fróðir. í sögum, þá veit almenníngur á
íslandi meira um sögÖ sína, en almenníngur annar-
staðar um sína sögu; en í útlöndum er hvað eptir annað
verið að prenta ágrip og ýmisleg smárit, sem almúg-
anum eru boðin, af því þar skilur enginn ólærður
maður neitt af því, er fornir sögumenn hafa látið eptir
sig um löndin; en þessa þarf eigi við á íslandi, og
er heldur eigi unnt, því enginn getur betur sagt frá
en sögurnar sjálfar, og þær geta allir skilið, af því