Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 19
19
kvælahljóð og hrellíngarstunur, en enginn mátti bjarga,
og dó fólkið unnvörpum.
Nú komst eg um síðir með illan leik til húss
kunníngja míns, en það var hrunið, og öll þau hús,
sein að því lágu. Eg helt því á braut þaðan, og fekk
að vera í bæ nokkrum fyrir utan borgina; þar átti eg
ekki sem bezt, því ekkert var að fá af neinu, að kalla;
lðt eg þar fyrirberast um hríð ásamt með nokkrum
löndum mínum og Portúgísum. J>ar hlutum vðr að
liggja á rauðri moldinni og höfðum valla neitt til
skjóls.
Víst mætti rita stóra bók um þá hrellíngu, sem
átti sðr stað þenna dag, J>á er dimmdi af nótt, hófst
annar sjónarleikur náttúrunnar, sem eigi var ljúfari að
líta en það sem nú hefi eg talið. J>á kom eldur upp
í allri borginni, og logaði svo bjart, að vel var
lesljóst. Var borgin að brenna í sex daga samfleytt,
svo að bálið slokknaði aldrei, og allan þann tíð leitaðist
enginn við að slökkva eldinn; svo voru allir aumlega
staddir. Sá eldur eyddi því, sem jarðskjálftinn hafði
skilið eptir, og voru örfáir svo hugaðir, að þeir þyrðu
að leitast við að bjarga nokkru af munum sínum.
Margir stóðu fyrir framan bálin og stördu með þegjandi
örvæntfngu inn í logadjúpið, og í þeim þagnarheimi
bjó gremja og söknuður horfmna dága. þóttust margir
rnenn hafa fyrir satt, að eldi hefði lostið upp úr jörðu,
og kveikt í borginni, en eigi þarf svo að hafa verið,
því þar til inega vera aðrar orsakir. A allra heilagra
inessu er hátíð mikil í Portúgal, og kveikt á vaxkertum
í öllum kirkjum og kapellum; eru það margar þúsundir
2*