Ný sumargjöf - 01.01.1860, Blaðsíða 20
20
ljósa. Nó þegar hræríng koinst á jörðina, þá ináttu
ljósin eigi standa kyr, heldur iellu þau niður eða
skekktust og kveiktu í þeim dókurn og pelli og guðvef,
sem hengdur er upp til prýðis í kirkjunum, og hefir
þá eldi slegið í trðvirki og allt sein eldfimt var. og
kviknað svo hvað af hverju. þá hafa og eldsglæður
hrunið af arni hverjum og kviknað í sðrhverju hósi
sem byggt var.
Enn var önnur orsök til eldsins. Allar díblissur
borgarinnar opnuðust af jarðskjálftanum, með því að
hurðirnar flugu upp eða gengu af hjörunum, og vegg-
irnir rifnuðu í sundur eða hrundu niður; en þær
díblissur voru fullar af sakamönnum, og koinust þeir
ót uin glufurnar allmargir af slíkum fjölda; þeir gengu
hraustlega frain í að kveikja í öllu sem unnt var, til
þess að fullnægja fólmennsku sinni svo sem verða mátti
og gera sem mest spellvirki, hugðu þeir því betur til
rána og gripdeilda. Samt náðust þrjátigi og fjórir,
og var þeim þegar rðttað. Einn þessara stigamanna
sagði um sjálfan sig um leið og hann var upp festur,
að hann hefði með eigin hendi kveikt í konóngshöllinni,
og að sðr sárnaði inest, að sðr hefði eigi tekist að
brenna konóng inni og alla hans menn.
Eigi er unnt að meta dýrleik þeirra hluta, er
týndust í þessum ófögnuði; þar fórust íyrir allir
dýrgripir konóngs, er í höllinni voru; voru þeir metnir
margar millíónir ríkisdala; þar voru veggjatjöld glitofin
og gullsaumuð, inálverk, gullker og silfurker, gimsteinar,
og smíðisgripir, sem eigi verður tölu á komið; þar
týndist allur kirkjuskróði í dómkirkjunni, þar sem jafn