Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 11
11 taca daga cavp vm engi verk«. A mörgum fornum búðastæðum hafa vafalaust verið bygðar þær búðir, er nú sjást tóttir eftir, en ekki fyr en um 1691, og líklega sárfáar fyr en að loknum fyrsta fjórðungi 18. aldarinnar. Svo segir Jón prófaatur Halldórsson í Hirðstjóra-anndl1 2: »Anno 1691 aflagðist að tjalda um alþing hirðstjórabúðina í öxarár-hólma, en amtmaður og landfógeti Heedemann ljetu hlaða veggi að búðum sínum fyrir vestan á og yfirtjalda þar (rjettara: þær?) með vaðmál- um, sem enn nua við helzt.* — Jón var heyrari við Skálholts-skóla þetta ár, 1691, og hefir líklega komið á alþing þetta sumar; vist er frá8ögn hans óyggjandi. Það er eftirtektar vert, að búðaskipunin frá 1700 nefnir engar aðrar nýjar búðir þá á Þingvelli en þessar tvær, amtmanns-búð og Heidemanns-búð, en einmitt við þær miðar hún allmargar (7) forn- ar búðir. í annan stað lítur beinlínis svo út af frásögninni um þessa búðabyggingu 1691 sem hjer sje um nýlundu að ræða; siðustu orðin: »sem enn nú við helzt«, hafa raunar getað átt við þessar tvær búðir einar, hvað sem var að segja um búðir annara, því að þótt Heidemann tjaldaði ekki þessa búð eftir 1693 og þótt hún sje talin í búðaskipuninni frá 1700 svo sem hafandi verið til, en ekki ver- andi til þá. hefir Paul Beyer, sem varð landfógeti 1707, og síð- an fyrstu eftirmenn hans í embættinu getað notað þessa sömu land- fógetabúð. En í búðaskipuninni frá 1735 segir: »Fogeta Budenn er nordur leingst vid fossenn, á Eirenne, sem liggur fyrer nedan Logriettuna; þá var fogete Christian Lúxtorph3.* Ekki bendir það til, að Heidemanns-búð hafi verið haldið við. Sennilegast að hún hafi verið ónotuð 1693—1707, meðan enginn landfógeti var, og al- drei endurreist síðan. En frásögnin í Hirðstjóra-annál, einkum það, að því er lýst, hversu þessar tvær búðir voru gerðar, bendir til að þetta hafi þá ekki verið algengt; því að ekki eru þessar búðir gerð- ar öðruví8 en helzt má ætla að fornar búðir og nýjar hafi jafnan verið gerðar. Enn fremur er eftirtektarvert, hve fáar búðir búða- skipunin frá 1735 nefnir; er svo að sjá af henni, að þá hafi ekki fleiri búðir verið tjaldaðar en þær er nú getur um: amtmannsbúðin, 3 búðir, sem lögmenn höfðu bygt, búðir landfógeta og landþings- skrifara og 4 sýslumannabúðir. Nú segir í alþingisbókinni fyrirþað 1) Safn II., bl». 770-71, sbr. bls. 139. 2) Líklega um 1730. 3) Sjá um Christian Luxtorph (Luxdorf) Safn II, bls. 783—84. Hann var landfógeti 1727—39. — Engar leifar sjást nú þessarar búðar hans á eyrinni. — Sbr. ennfremur greiaina um 19. búð hjer fyrir aftan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.