Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 62
62 Því næst er að geta mannvirkis eins, sem er norðanvið neðri fossinn, 10 — 13 m. frá árbakkanum og fast uppvið hallinn. Er það fornleg tótt eða girðing, tungumynduð og þó nær hringmynduð. Hún er að utanmáli 10 m. að br, frá norðri til suðurs, eða í sömu stefnu og hallurinn, en 8,50 m. á hinn veginn, ef mælt er frá innri hleðslu við hallinn, þar sem ytri hleðsla sjest nú engin. Veggir eru ca. 1 m. að þykt. — A síðari tímum hefir verið hlaðin tótt í þeim hlutanum, sem næst er hallinum, en suður-gafihlað er 3 m. innar eða norðar en suðurveggur hinnar fornu girðingar. Dyr eru á þeirri tótt að sjá í norðurgafli hennar, og þar virðast einnig ver- ið hafa dyrnar áður. Lengdin á þessari ferhyrndu tótt er því að utanmáli 7 m. og br. 2,70 m. frá innri hleðslu á vesturhliðvegg, hinum forna, os á ytri hleðslu á hiuum, en hann er um 0,80 m. þykkur, svo að breiddin verður að innan 1,90 m., en lengdin að að innan er um 4,40 m.; kann að hafa v.erið meiri, því að suður- gafl virðist haf'a flazt út og gengið inn. Þeir tveir veggir, er hlaðn- ir hafa verið innaní hina fornu tótt, til þess að gera þessa fer- hyrndu tótt, eru sýnilega miklu yngri. Ekki eru þessi mannvirki mörkuð á neina uppdrættina, nema S. G., og þó að eins ferhyrnda tóttin, sbr. Alþst., uppdráttinn og skrána, nr 54; ætlar hann að hjer hafi verið Ljósvetninga-búð, sem sjá má af Njáls-s., að verið hafi austan ár brennumálasumarið, sbr. Alþst., bls 20—21. Fyrir því, að ætla að hún hafi verið hjer, eru samt engin rök; líklegra, að hún hafi verið sunnar, nær brúnni. V. S. markar fyrir óglöggri búð eða búðarhelmingi norður af henni; ekki verður neinna slíkra mannvirkjaleifa vart þar nú. — Enn fremur segir hann, að sunnanvið búðina sjáist skýrt gamalt búðareldhús. Mun hann eiga við hlóðir, sem eru hjer; er hjer þvegin ull og þvottur frá Skógarkoti. — Eins og áður var nefnt, getur hann þess einnig (bls. 20), að hlaðinn hafi verið stekkur í syðstu búðina um 1830, en segir þó síðar (bls. 43), að stekkurinu sje og hafi »verið svo lengi menn hafa sögur af« uppi í Almannagjá; hefir hann skotið þessu síðasta inn í ritgjörð sína með blýanti, sjálfsagt eftir að hann hafði fengið brjef Einars prófasts Einarsens frá 22. sept. 1863. — Ferhyrnda tóttin getur vel verið frá 1830, eftir útliti henn- ar að dæma, en hún virðist varla hafa verið stekkur. Sennilega hefir einhver eystra sagt S. G. um bygging hennar og nefnt hana stekk. Hún hefir og sennilega verið gerð til að reka að fje í. Lega hennar og dyr benda ótvírætt á, að hún hafi aldrei verið búðartótt. Sennilega hefir tungumyndaða tóttin verið þess háttar fjárrjett líka,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.