Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 6
6 og er ljóst af því, að hann hefði verið orðinn háaldraður ef hann hefði verið á lífi 962. Önnur rök benda og til hins sama, um aldur Vébjarnar, og að víg hans hljóti að hafa orðið löngu fyrir 962, jafnvel fyrir 930. Hann gaf Védísi systur sina Grímúlfi í Unaðsdal. Grímúlfur var sonur landnámsmanns. Hefir brúðkaup þeirra eigi verið mjög löngu eptir að þau systkin komu til landsins. Þeir urðu missáttir mágarnir, Vébjörn og Grímúlfur. Vébjörn vó Grímúlf og fyrir það var hann sjálfur veginn. Líklegast virðist, að víg Grímúlfs hafi orðið meðan Vébjörn enn var á léttasta skeiði, og að Vébjörn hafi verið veginn í eptirmálunum eptir Grímúlf. Til þess bendir það, að hann var veg- inn á þingi. En hafi Vébjörn verið veginn í eptirmálum eptir Grímúlf, þá hefir skamt liðið milli víga þeirra, og Vébjörn því eigi verið orðinn gamall, er hann féll. Enn má geta þess, að Auður, kona Gisla Súrssonar, og kVésteinn fóstbróðir hans, eru talin bróðurbörn Vébjarnar, en móðir þeirra er þó talin sonardóttir Áns rauðfelds landnámsmanns1). Þau Auður og Vésteinn hafa verið fulltíða um 955. Aldur þeirra og móðerni fær betur samrýmst því, að faðir þeirra hefði verið bróður- sonur Vébjarnar en ekki bróðir, enda taldi Guðbr. Vigfússon, að svo hefði verið2). Alt þetta bendir því til þess, að Vébjörn geti ekki hafa verið veginn eptir 962. En hvernig stendur þá á því, að sagt er, að hann hafi verið veginn á fjórðungsþingi í Þórsnesi? Um það er þess fyrst að geta, að Hauksbók segir, að hann hafi verið veginn á Þing- eyrarþingi í Dýrafirði3). Ef þetta er rétt, hefir víg hans orðið einmitt á því þingi, þar sem vænta mátti, að eptirmál Grímúlfs hefði verið rekið, því þinginu, er næst var vettvangi, en Grímúlfur var veginn hjá Grímúlfsvötnum, sem líklega eru í Ögursveit4). Vorþingið í Þorska- fjarðarþingi sýnist ýmist hafa verið háð í Dýrafirði eða í Þorskafirði. En óvíst er, að lesháttur Hauksbókar sé réttari en hinna handritanna, enda eru engin gögn fyrir því, að Þingeyrarþing sé eldra en 930, en hinsvegar, eins og áður var sýnt fram á, allar líkur á því, að Vébjörn hafi verið veginn fyrir 930. Og ,þá er einmitt líklegt, að eptirmál Grímúlfs hefði orðið á Þórsnesþingi. Það var til fyrir 930, og er eina þingið, sem kunnugt er um, að þá hafi verið til á Vesturlandi. Hafi því víg Grímúlfs verið fært í saksóknir, gat það varla verið á öðru þingi en þessu. Væri tilgáta þessi rétt, væri hér eitt af þeim fáu dæmum, sem til eru, um þinghald hér á landi, áður en alþingi var sett, 1) Landnáma II. 27, bls. 105, Gísla saga Súrssonar útg. Finns Jónssonar, Halle 1903 IV. 3, bls. 10. 2) Safn I. bls. 367. 3) Landnáma útg. Finns Jónssonar Kbh. 1900 bls. 49. 4) Sbr. Árb. fornl.fél. 1888—1892 bls. 125,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.