Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 9
9 að vísu um þingin eins og þau tilheyri liðna tímanum. Hún segir hvar þau voru. Hún er skráð tæpri öld seinna en íslendingabók og Hafliðaskrá. Þó rétt hefði verið, snennna á 12. öld, að tala svo um fjórðungaþingin, að þau kynnu að vera höfð, eins og Grágás gerir, þá gat verið orðin sú breyting á þeim, er komið var fram á 13. öld, að menn þá teldu þau aflögð fyrir fult og alt. Það er enda líklegast, að svo hafi verið. En þó þau hafi verið aflögð með öllu, er skráin var rituð, snemma á 13. öld, þá er engin ástæða til að ætla, að menn þá hefðu gleymt því, hvar þau höfðu verið haldin, og því síður er ástæða til að efast um það, sem skráin segir um þetta efni, að því ber að nokkru leyti saman við það, sem ráða má af öðrum heimild- um. Hér skal nú vikið nokkuð nánara að þessum þingstöðum þremur, er skráin nefnir, og síðan athugað, hvort nokkuð verði ráðið af heim- ildunum um fjórðungsþinghald í Norðlendingafjórðungi. Skal þá jafn- framt höfð hliðsjón af einu atriði, sem enn hefir eigi verið gætt við rannsókn þessa máls. Sögurnar segja allopt frá málarekstri á þessu héraðsþingi eða hinu, og skýra þá meira eða minna nákvæmlega frá aðilum málsins, málsefni og málsúrslitum. Til vorþinganna lágu ákveðin mál. Önnur má ætla að hafi í upphafi átt að liggja til fjórð- ungsþinganna. Nánari athugun á þessum frásögnum sýnir nú það, að snmum mála þeirra, sem rekin eru á héraðsþingi, er þannig háttað, að þau geta ekki hafa átt undir vorþing á þeim stað, en gætu hins- vegar vel verið fjórðungsþingsmál, eptir því sem ætla má um valds- svið fjórðungsþinganna. Virðast þá fengnar líkur fyrir því, að þar sé um fjórðungsþinghald að ræða. Verður því fyrst að athuga, hvert ætla má að valdsvið fjórðungsþinganna hafi verið. Eptir frásögn Ara er svo að sjá, að lög Þórðar gellis væru sett aðallega til þess að breyta varnarþingsreglunum. Þangað til hafði það verið lög, að vígsakir skyldi sækja á því þingi, er næst var vettvangi. Nú var því breytt og »scylldo þingonautar eiga hvar sacsócner saman«. A vorþingunum hafa því þeir átt saksóknir saman, er þar voru þingunautar, þ. e. undir vorþing hafa legið þau mál, er báðir aðilar voru samþinga. Ari segir ekki, hver mál hafi átt að liggja undir fjórð- ungsþingin. En ætla má, að valdsvið þeirra hafi átt að svara til vor- þinganna, þ. e. undir þau hafi átt að liggja þau mál, þar sem aðilar voru samfjórðungs en eigi samþinga. Þau mál, þar sem aðilar voru sinn í hverjum fjórðungi, hafa þá átt að liggja til alþingis, auk þess sem ætla má, að æðri þingin hafi bæði verið áfrýjunardómstólar lægri þinganna, og auk þess hafi mátt stefna máli, er skv. því, er hér segir, átti undir lægra þing, til hærra þings a prima instantia. Virðist þetta yera í samræmi við aðalreglur Grágásar um varnarþing, sbr. t. d. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.