Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 5
5
skiptingin. Sumir fræðimenn töldu fyrrum, að fjórðungaskiptingin
hefði verið jafngömul allsherjarríkinu, þ. e. komist á 9301). En nú má
telja það fullvíst, að landinu hafi eigi verið skipt í fjórðunga, fyr en
nokkrum áratugum eptir upphaf allsherjarríkisins, eða m. ö. o. með
lögum þeim, er kend hafa verið við Þórð gelli, og sett voru að til-
lögum hans, í tilefni af deilum hans og Tungu-Odds eptir Blundketils-
brennu2). Er þetta bygt á frásögn Ara í 5. kap. íslendingabókar.
Samkvæmt þessu er nú talið, að fjórðungaskiptingin hafi verið lögtekin
um 965, eða nánara tiltekið 962, ef trúa má annálunum, er telja, að
Blundketilsbrenna hafi orðið það ár3). Fjórðungaþingin eru því eigi
eldri en 962, enda getur Ari setningar þeirra einmitt í sambandi við
skiptingu landsins í fjórðunga. Er aðeins um eina sögn i heimildunum
að ræða, er þessu mæli í móti, og dró Guðbrandur Vigfússon það af
henni, að fjórðungsþingið í Þórsnesi hefði Þórður gellir sett um 9324).
Það er sú sögn sumra handrita Landnámu, að Vébjörn Sygnakappi
hafi verið veginn á fjórðungsþingi í Þórsnesi5), Þessa sögn þarf
því að athuga nánara.
Það má nú telja nokkurn veginn víst, að Vébjörn Sygnakappi
getur ekki hafa lifað fram yfir 962. Hann var landnámsmaður. Land-
náma getur þess, að hann varð skipreika, er hann kom hingað til lands,
en Atli í Fljóti, þræll Geirmundar heljarskinns, tók við þeim öllum um
veturinn. Segir síðan frá orðaskiptum þeirra Geirmundar og Atla út
af þessu6). Af þessu er auðséð, að Vébjörn kom út síðar en Geir-
mundur, en þó fyr en Geirmundur lést. Nú er talið, að Geirmundur
hafi komið út um 8957). Hann var þá orðinn gamall og hefir varla
lifað mikið lengur en til 910. Vébjörn hefir því komið út einhvern
tíma á þessu árabili, um 900, telur Guðbrandur Vigfússon8). Hann
var þá orðinn fulltíða maður. Hann var elstur af mörgum systkinum,
sem þó virðast öll vera uppkomin, er þau komu hingað með honum.
Hann hefir því varla verið yngri en 25 ára, er hann kom hingað út,
1) Sbr. t. d. Þórð Sveinbjörnsson í Jur. Tidskr. XXII bls. 11, Jón Sigurðs-
son í Isl. sögur II. Kbh. 1843 bls. 174.
2) Sbr. t. d. Finsen; Om den opr. Ordn. af nogle af den isl. Frist. Inst.
Kbh. 1888 bls. 80, Maurer: Die Quellenzeugn. iiber das erste Landrecht etc. Miin-
chen 1869 bls. 86, Upph. allsherjarríkis á Isl. Rv. 1882 bls. 144.
3) Isl. Annaler útg. G. Storms Kria 1888, við árið 962, Matthías Þórðarson
í Árb.fornl.fél. 1916 bls. 2.
4) Safn I. bls. 233, 495.
5) Landnáma, útg. Vald. Ásmundssonar Rv. 1909 II. 29, bls. 111,
6) Landnáma 1. c.
7) Safn I. bls. 228.
8) Safn I. bls. 233.