Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 74
72 Þessi tvö brot af legsteininum, sem fundist hafa, falla saman og eru meginhluti steinsins; vantar af hægri eða efri enda hans. Þar sem brotin mætast, hefur molnað burt allmikið af yfirborði steinsins. Vinstra eða neðra brotið hefur auk þess eyðst svo mikið, að letur og annar útgröftur hefur horfið nær því með öllu á stórum bletti þar. Öll gerð steinsins sjest vel af mynd þeirri, sem hjer er sett af honum. Krít var dregin ofan í stafina, svo að þeir kæmu betur fram á myndinni. Brotin eru um 111 cm. að lengd, lögð saman. Vinstra eða neðra brot- ið er að breidd 56 cm. mest; neðst er það 50,5 cm. og efra brotið 48,5 cm. efst. Sennilega hefur steinninn verið lagður á legstaðinn þegar í fyrstu, en gerð hans og verkið alt á framhlið hans er eigi að síður svo sem hann skyldi standa á vinstri endanum, sem er þess vegna kall- aður hjer einnig neðri endinn. Lítið eitt frá þeim endanum eru gerðar hálfkringlumyndaðar hvilftir á yfir- borðið, inn frá brúnunum beggja vegna, og hefur átt að mynda með þeim nokkurs konar stjett fyrir neðan þær. Gat það að vísu notið sín að eins á yfirborðssvipnum, þareð ekki var kringt úr allri rönd steinsins. En með því að höggva ártalið í þessar hvilftir, hefir aftur verið spilt fyrir því, að þær kæmu útlitinu að tilætluðum not- um. Þversum á fótinn milli hvilftanna og á stjettina fyrir neðan er grafin sjálf grafskriftin að öðru leyti: • S • ION • ÞO ZSTE SÖ OCCISVS : 17. IVLII S mun vera skammstöfun fyrir SIRA, ÞOZSTE fyrir ÞORSTEINS og SÖ fyrir SON. Z er í rauninni smástíls-r og finst oftar á íslenzk- um legsteinum. Verið getur að endir orðsins „Þorsteins“ hafi verið settur á einhvern hátt með litlum stöfum ofan og aftan við E, en þeir stafir verið grunnir og máðst af. Algengt var að tákna n fyrir aftan hljóðstaf með því að setja strik fyrir ofan hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.