Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 18
Herjólfsdalur. í Árb. 1913, bls. 28, ljet jeg í ljós, hvar mjer virtist líklegast að bær Herjólfs landnámsmanns á Vestmannaeyjum hefði staðið, nefnilega í Herjólfsdal miðjum, en ekki þar sem munnmæli hafa sagt, undir skriðunni við Fjósaklett. — Til þess að endurtaka ekki hjer það sem áður hefur verið ritað í árbækur fjelagsins um Herjólfsdal, bæinn o. fl. þar, vil jeg leyfa mjer að vísa á Árb. 1907, bls. 5—8, Árb. 1913, bls. 7—9 og 22—32. Það sem benti til að bær Herjólfs hefði verið í miðjum dalnum voru sandorpnar og vallgrónar mannvirkisleifar, með aðfluttu grjóti, sem sást votta fyrir upp úr grasrótinni sums staðar. Mjer sýndust vera hjer óljósar bæjarleifar. Jeg rannsakaði þessar bæjarleifar betur með grepti 6. og7. ág. 1924. Hefur komið í ljós, að hjer hafa verið þrjú hús. Austasta húsið hefur verið aðalhúsið, rúmar 25 stikur að lengd og 3—4 stikur að breidd að innanmáli nú. Því hefur verið skift í tvent; hefur nyrðri hlutinn, líklega eldahúsið eða aðal-íveruhús karla, verið 14^2 st. að lengd og nær 5 að breidd við norðurgafl. Veggjaleifar þessa langhúss eru að eins um 73—V2 st- hæð og rjett undir grasrót, sem öll er hjer smáþýfður vallendismói. Þær eru með blágrýtis-hleðslusteinum, tekn- um úr skriðum í dalnum. Fyrir dyrum sjest ekki með vissu nú, en þær hafa verið á annari hvorri hliðinni eða báðum. Um alla tóftina sjást leifar af gólfskán með viðarkolamylsnu og ösku, en skánin er mjög þunn (um 1 cm.) og ber vott um að hjer hafi ekki verið búið lengi. Um 472 st. fyrir vestan langhús þetta, innri brún á vesturvegg þess, er innri brún á austurvegg annars húss, minna. Það hefur staðið á móts við syðri hluta langhússins, norðan til, verið samhliða því og um 672 st. að lengd að minsta kosti, en um 3 að breidd innan veggja. Veggirnir halda sjer betur á þessari tóft, eru nær 1 stiku háir, og hefur tóftin fyllst af sandi. Gaflar hafa hrunið út og inn; verður lengdin ekki sjeð nákvæmlega, nema með því að taka upp alt það grjót, sem hrunið hefur. Dyr hafa að líkindum verið á norðurgafli,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.