Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 25
23 af stærstu fjörðum landsins, ekkert hérað (nema Grímsnes), enginn jökull eða hátt fjall, og engin af stærstu ám eða stöðuvötnum, er skírt í höfuð þeim eða kent við þá — svo kunnugt sé. F a x i var ekki lnm. Hjörleifshöfði, Ingólfshöfði, Ingólfsfell o. fl. eru undan- tekningar í þessu tilliti. Bæði fyrir neðan ákvæðið: »hátt fjall«, og auk þess líklegra að aðrir en þeir fóstbræður sjálfir, hafi síðar kent þessar hæðir við þá. Bendir á það orðalag Ara fróða, aðal-höf. Land- námu (Ln.): »þar es Ingolfs höfþi callaþr . . . en þar Ingolfs fell«. Sjaldan er þess getið í Ln., hver gaf örnefni þau, sem kend eru við landnámsmennina. Um einkanafnkend bæja þeirra, er langoftast komist svo að orði: »hann (hún — ok) bjó at (á — í)« ... Af þessu verður ekki ráðið hvort lnm. skírðu sjálfir bæi í höfuð sjer, eða aðrir. En þegar sagt er í Ln. »þar er nú kallað . . . heitir nú« eða því líkt, þá má gera ráð fyrir, að nafnið sje yngra en landnámið. Ekki síst þegar »þar heitir nú á, — tóttum«. Nefna má eitt dæmi: Ölver Hásteinsson bjó á Stjörnusteinum — »þar heita nú Ölvesstað- ir« (Ln. útg. 1843, 301, eða 1891,213). Síðar heitir þar »Ölvestóttir« þegar Flóamannasaga er rituð. Oftast hefur Ln. líka þetta sama orðalag: »hann bjó« o. s. frv. þegar bæir lnm. eru kendir við a n n a ð en þá sjálfa. En þá kemur þó líka fyrir annað orðalag. Skulu hér rakin nokkur dæmi, er sýna, að þessar nafngjafir voru mikið algengari í fyrstu, og benda á nokkr- ar líkur fyrir því, að þá hafi lnm. oftar gefið nöfnin: Ingólfur »bygþi suþr í Raikjavíc«, Skallagrímur »reisti bæ . . . ok kallaði at Borg, ok svá kallaði hann fjörðinn Borgarfjörð«, (Ln. 57 eða 47). Helgi magri »færði bú sitt í Kristsnes«. »Örnólfur gerði þá bú upp í K j a r r a- d a 1, þar er nú heita Örnólfsstaðir«, (Ln. 68, eða 55). Um Ingimund gamla er þetta sagt: »Hann gaf öll örnefni þar í nánd, þau er nú eru«. — Ekki eru mörg kend við hann, (Ln. 1843, 176). Fáir bæir eru kendir við hina fyrstu og göfugustu lnm. Geir- mundarstaðir heljarskinns mega teljast með undantekningum á stór- menna-sviðinu. En svo hefur bær hans líka annað nafn: »undir Skarði« (á Skarðströnd). og svipað — tvö nöfn — má að vísu segja um þrjá aðra af »ágætustu« lnm. Um Hámund bróður Geirm. — er þetta sagt: »ok bjó þar sem Helgi hafði fyrst búið, ok nú heitir síð- an á Hámundarstöðum«. (Ln. 209). Móti þessum fáu mannanafna-bæjum, mætti nægja að nefna Hofsstaði og Hofin 7 (þeirra Mostrarskeggs, Hængs, Bjólans, Ingi- mundar gamla, Eiríks í Goðdölum, Hjalta, Böðvars hvíta og Stein- björns i Vopnafirði). Svo og Skóga, Rauðafell, Hlíðarenda, Bólsstað, Stokkseyri, Reykjavík, Esjuberg, Borg á Mýrum, Hvamm í Dölum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.