Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 40
38 gamlar menjar eru þar engar, nema Strúgshaugur1). Enda munu all- ir kunnugir fallast á, að þar hafi aldrei verið búið. Munnmæli eru heldur engin til unr það. Aftur liggur Auðúlfsskarð fremst í land- náminu og það er vel byggilegt. En Landnáma sker úr um þetta skarð — því »Gautr bygði Gautsdak og er bærinn austast í skarð- inu. Þetta bendir líka á, að skarðið hafi í fornöld heitið Gautsdalur, en til aðgreiningar bæjarnafninu og í betra samræmi við landslag nefnt Auðúlfsstaðaskarð, enda er það skamt frá Auðúlfsstöðum. Þá komum vjer að þriðja og síðasta skarðinu í Landnámi Ævars og það er Litla-Vatnsskarð. Þarna hygg jeg nú sem fyr að Ævars- skarð sje. Mjer finst að orðalag Landn.: »Þar skifti hann löndum með skipverjum sínum«, bendi sterkiega á það, að landnámi sínu í Langadal hafi hann skift upp milli skipverja sinna, og syni sínum ætl- ar hann Móberg. »Ofan til Ævarsskarðs« stendur best og ágætlega heima við þenna stað. Það er því vel skiljanlegt, að Vatnsskarð hef- ur áður fyrri talist hjáleiga frá Móbergi, þótt langt sje á milli. Synir Ævars hafa erft jörðina eftir föður sinn og hygg jeg að hann hafi ekki lifað mörg ár eftir útkomu sína. Þá er það eftirtektarverður kunnleiki hjá höf. Landn. á leið Véfröðar. Hann »gekk norðan til föðr síns ok kendi faðir hans hann eigi«. Véfroður hefur farið fram svonefndan Hryggjadal, svo eftir Víðidal og — einmitt á þeirri leið er Litla-Vatnsskarð, við suðurenda Víðidals. Er þetta alfaraleið ennþá, og vísast til að Véfröður hafi fyrstur manna farið þessa leið. Þá hefur engin bygð verið á Víðidal og fyrsti bærinn, sem Véfroður hittir, er auðvitað bær Ævars í Ævars- skarði (þ. e. L.-Vatnsskarði). Ekkert hefur kvisast um útkomu sonar hans, því Véfroður hefur spurst fyrir um föður sinn í Skagafirði, og eftir upplýsingum farið stystu leið. Ef t. d. Ævarr hefði búið í Ból- staðarhlíð, hlaut útkoma hans að frjettast fljótt, því Sæmundarhlíð hefur þá verið sem óðast að byggjast, og ferðir tíðar »vestan yfir fjall«. í raun og veru liggur ágæt upplýsing í frásögn sögunnar. Af því Véfroður gat ekki hitt menn að máli á leið þessari fyr en í Æv- arsskarði, þá hafði engin frjett borist um hann vestur og því »kendi faðir hans hann eigi«. Jafnvel þótt ekki væru aðrar ástæður tilfærð- 1) Þar á Þorbjörn strúgr, launsonur Ævars að vera heygður. Sögn er, að Langdælingar hafi grafið í hauginn, komið niður á kistu mikla og náð kopar- Ijóni, sem stóð á lokinu. En þá hafi alt umhverfis sýnst í ljósum loga. Urðu mennirnir hræddir, hættu við gröftinn og gáfu Holtastaðakirkju koparljónið. Á það svo að hafa verið sent suður á Forngripasafnið. — Skálin eftir gröftinn sjest enn. Höf. — Ljónið, gömul vatnskanna (aquamanile), er nr. 1854 í Þjóð' menningarsafninu. M, Þ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.