Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 14
14 söguritarans að ræða, og eins má vera, að málið hafi verið höfðað á fjórðungsþinginu a prima instantia. í annan stað segir Eyrbyggja frá því, að Snorri goði tók við málum Álfs hins litla á hendur Óspaki á Eyri í Bitru og félögum hans og gerði þá alla seka á Þórsnesþingi1). Vér vitum eigi um þingfesti þeirra Óspaks. Vera má að þeir hafi verið þingfastir í Þórsnesþingi, og ef svo er, sannar þetta dæmi ekkert. En eptir því, hvar þeir áttu heima, er líklegra, að þeir hafi átt þingfesti í Þorskafjarðarþingi. Ef svo var, þá voru þeir Snorri ekki samþinga, en þó samfjórðungsmenn, og væri þá um fjórðungsþingsmál að ræða. Þetta mál ætti að hafa gerst um 1012. Loks má geta þess, að Börkur digri stefndi Gísla Súrssyni til Þórsnesþings um víg Þorgríms goða bróður síns2), Börkur, sóknar- aðilinn, á efalaust þing í Þórsnesi. Gisli hefir að líkindum verið þing- fastur í Þorskafjarðarþingi, og er þá hér um fjórðungsþinghald að ræða. Gerðist þetta 965. Þessi dæmi veita máske nokkrar líkur fyrir því, að fjórðungsþingið í Þórsnesi hafi verið háð, a. m. k. að öðru hvoru, á tímabilinu 965 —1012. Um fjórðungsþinghald annarsstaðar í Vestfirðingafjórðungi er hvergi talað. Eins og áður var getið, er hvergi berum orðum getið um fjórð- ungsþing í Norðlendingafjórðungi. Af þingum þeim, er þar eru nefnd, eru Vaðlaþing og Hegranesþing þau einu, sem ætla mætti að hefðu verið fjórðungsþing. Húnavatnsþing og Þingeyjarþing eru bæði svo sett í fjórðungnum, að ólíklegt er, að fjórðungsþing hafi nokkurn tíma verið haldið þar, enda er ekkert, er til þess bendir. Hinsvegar eru sumar sagnir, um málsóknir á hinum þingunum tveimur, þannig vaxnar, að ástæða er til að athuga þær í þessu sambandi. í Kristnisögu segir frá því, að þeir Þorvaldur Koðránsson og Friðrekur biskup vildu ríða á Hegranesþing, en heiðnir menn fóru á móti þeim og börðu þá grjóti, svo að þeir náðu eigi fram að fara. »Þar eptir gerðu menn þá seka at heiðnum lögum. En þat sumar eptir á alþingi söfnuðu höfðingjar liði ok riðu með cc manna ok ætluðu at brenna þá biskup inni«3). Af sögu þessari er það að ráða, að þeir biskup hafi ekki orðið sekir á alþingi, heldur á héraðsþingi. Á hvaða þingi segir að vísu eigi berum orðum, en af sambandinu liggur næst að ætla, að það hafi verið á Hegranesþingi. Þeir biskup og Þorvaldur 1) Eyrbyggja LIX. 1 bls. 212. 2) Gisla saga Súrssonar útg. Finns Jónssonar Halle 1903 XIX, 19 bls. 49. 3) Biskupasögur I. bls. 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.