Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 63
61
úr Kvennhólsvog inn í Lónið um stórstraum; það heitir Stóra-rif (26).
Nokkru ofar er þangrif af Hrísey og upp í Saltnes í Sellandi, kallað
Saltnesrif (27), en þá tekur við Kvennhólsvogur. Norðvestur af Dag-
verðarnestúninu og kringum það upp að Hríseyjarrifi, er Bœjarvogur-
inn (28). í honum eru hólmar. Næst Norðurhúsatúninu heita Hjall-
flögur, Stóra-Hjallflaga (29) og Litla-Hjallflaga (30) norðar. í báð-
um eru gamlar grjóthjallarústir. Framar í vognum er Bœnhúshólminn
(31). Norður af honum er rif nokkuð út í voginn, það heitir Bœn-
húshólmarif (32). Fremst í vognum heitir Straumshólmi (33). Milli
hans og Grjóthóls hjet Stóri-Straumur (34). En milli Straumshólma
og Hríseyjar hjet Litli-Straumur (35), hann fjarar, en hinn fjarar aldrei;
flýtur þar þó ekki bátur um fjörur, enda flýtur þá ekki í Bæjarvognum.
Fyrir neðan túnið og tjörnina heita Hjallholt (36) og er norðan-
til á þeim gamlar hjallarústir í þremur stöðum. Af holtunum er rif,
sem farið er yfir, ef farið er ofan í landið (kallað Niðurlandið). Það
heitir Stóru-Tjarnar-rif (37). Fyrir ofan það (útsunnan) er Stóra-
Tjörnin (38), nokkuð löng tjörn, en fyrir norðan rifið er Bæjarvogur-
inn. Fyrir austan tjörnina er Stóru-tjarnar-flóinn (39). Fyrir neðan rifið
eru holt; en næst Strýtuvog eru Náttmálahœðir (40), og þá taka við
Vesturnesin (41). Milli þeirra og Náttmálahæðanna er Strgtuvogur (42)
og er hann allur með steinum hjer og þar; gengur úr Bæjarvognum
til vesturs fyrst, og beygist svo til útsuðurs og nær rjett að kalla
upp undir Einarsvogshæðir. Að austanverðu í Vesturnesjunum og norður
af Náttmálahæðum og Strýtuvog er tangi austur í Bæjarvoginn; á hon-
um framanvert er hár klettur með vörðu á, sem sýnist frá bænum
vera ferkantaður; þessi klettur heitir Strgta (43). Undir klettinum, að
sunnanverðu við hann, er lítið grjótbyrgi gamalt og hrunið. En svo
vottar fyrir mjög fornfálegum garði við sjóinn, sunnanvert á tangan-
um, og gæti maður vel að, má sjá votta fyrir garðinum vestur-eftir
holtunum, og hverfur hann þar, svo að engin nvottur sjest fyrir honum.
En norður á klettunum, hjá dálítilli vík, er eins og votti fyrir manna-
verkum, og hefði þá garðurinn átt að beygjast í rjett horn, suður á
holtunum, ef hann þá nokkurn tíma hefir verið stærri, lengri, en nú
vottar fyrir. Til hvers garður þessi hefir átt að vera, jafn-mikið verk
á svo litlum tanga og þessi er, er ekki gott að geta sjer til. í norður
frá Strýtu er hár og stór hólmi, sem heitir Grjóthóll (44); fram í
hann úr Vesturnesjunum er hátt rif, sem fellur yfir um stórstraum,
með miklu fossfalli. Milli Grjóthóls og Strýtu er all-hátt rif, yfir vík
vestur úr Bæjarvognum, en þegar að Grjóthól dregur eru það stak-
steinar einir. Vesturnesja-táin (45) er nyrðsti tangi af Vesturnesjunum.
Nokkuð fyrir sunnan tána, að vestanverðu í nesjunum, er lítil vík