Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 58
56
leg«. Þetta kemur vel heim við það, sem Kálund hefir tekið fram
í sögustaðalýsing sinni (IB. II, 6), að ekki sje getið um í gömlu
jarðabókunum neitt eyðibýli Hof á þessum stað, en sjerstaklega er
athugavert það sem Jón Ólafsson frá Grunnavík segir í ritgerð sinni
um hauga og fleiri fornleifar, ritgerð sem hann setti saman 1753:
»Hofið í Miðfirði. — Til hofsins sjást enn lítil merki á Steins-
stöðum. — Þeir eru milli Mels og Sanda. — Mig minnir það snúi
milli austurs og vesturs, og hafi dyrnar verið á annari Ianghliðinni
miðri og horft á móti suðri«. — Eins og sjá má hjer af grein Jósafats
S. Hjaltalíns er þessi rúst, sem hjer er nú, rjett fyrir utan Steinsstaða-
túnið. — Jón var vel kunnugur á þessum slóðum, dvaldi oftar en
einu sinni á Söndum hjá frændfólki sínu, síðast þrem árum áður en
hann samdi ritgerðina um haugana. — Bærinn Hof, sá sem nú sjest
tóft eftir, hefur verið bygður eftir miðja 18. öld, en hann hefur lík-
lega staðið einungis skamma hríð. — Orðalag Eggerts Ólafssonar í
ferðabók hans (bls. 736), þar sem hann getur um hoftóftina, bendir
til að þegar hann fór þarna um, 1755, hafi þar verið bær, sem hafi
heitið Hof (í Miðfirði).
Enginn þeirra er geta um rústina þarna minnist á neina bæjar-
rúst þar frá fornöld eða að þarna hafi verið í fornöld bær. Hins vegar
er ekki ólíklegt að svo hafi verið og tilgáta Jósafats S. Hjaltalíns getur
verið rjett, að Skinna-Björn hafi búið þarna, reist fyrstur hofið og átt
það og goðorðið um sína daga, og síðan Miðfjarðar-Skeggi, sonur
hans, eftir hann.
Eftir að jeg hafði látið þessar athugasemdir í ljós við höfund-
inn (J. S. Hjaltalín) skoðaði hann tóftirnar að »Hofi í Miðfirði« og
skrifar (25. ág. 1926) að hann sje ekki í minsta vafa um að Hof sie
fornbýli. »Það eru túngarðsleifarnar, sem enn sjást merki til, og önnur
forn garðlög þar, — sem jeg veit ekki hvað hafa verið —, sem mjer
sýnast sanna það«, skrifar hann. Enn fremur kveðst hann hafa átt tal
við nokkra kunnuga menn um þetta efni og að þeir hafi sagt, að
þessi staður hafi, það þeir til vissu, alt af verið kallaður á Hofi og
engan heyrt efast um, að það væri fornbýli. Hann álítur að bærinn,
sem var bygður þarna á 18. öldinni, hafi verið settur ofan í hinar
fornu bæjarrústir og gripahús ofan í hofsrústina.
Höf. telur það villu hjá Jóni Ólafssyni frá Grunnavík, að hofið
hafi verið á Steinsstöðum; telur þetta stafa af ókunnugleika og Jón
hafi slengt býlunum saman í eitt vegna nálægðar þeirra. — Aðgæt-
andi er, að ekki mun hafa verið býli á »Hofinu« er Jón sá það, en
hofrústin skamt frá Steinsstöðum. — »Nýbýlið Barð er bygt á Steins-
stöðum«, skrifar höf. að endingu. M. Þ.