Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 69
67 brekkuholtin og efst af Hrísey liggur rif fram í allstóran hólma, og annað upp í Saltnes, sem fyr getur. Þessi hólmi heitir Flathólmi (113). Kvennhólsvogur liggur með allri Hrísey að norðanverðu (eldra: Álfta- vogur). Vestur af Kálfsbrekkunum er langt holt, sem nær rjett upp undir Kvennhólsvog og þvert yfir eyna suður að Bæjarvog. Þetta holt heitir Langi-hryggur (114). Við Bæjarvoginn, syðst í því, er sandgjá gegnum klettana. Hún var alla mína tíð í Dagverðarnesi kölluð Benediktsgjá (115), kend við Benedikt, sem nú skal sagt. Bene- dikt var vinnumaður hjá Magnúsi fóstra mínum, ungur maður þá. Hann var að smala á Hrísey að hausti til og var nokkuð af fjenu komið yfir voginn og yfir í Vesturnes. Benedikt ætlar að ganga yfir voginn, en um flæði var og hann dettur ofan i, kemst ekki upp aftur og hóar mikið; fóstri minn heyrir til hans; hann biður að koma með hest upp á Hrísey, en hraðar sjer á stað sjálfur; en þegar hann kemur að vökinni, sem Benedikt er í, dettur hann ofan í sjálfur, en getur komið jaka í klofið á sjer, svamlar á honum, nær í Bene- dikt og getur komið honum að skörinni, en þá brotnar skörin aftur og aftur. Benedikt var þá orðinn ósjálfbjarga, en á endanum heldur þó skörin, og fóstri minn dregur hann þá eftir ísnum og upp gjána og upp á Langahrygg; þá er kominn þar bleikur reiðhestur, sem Kristín Skúladóttir átti, kona Jóns Eggertssonar í Fagradal, hún var þá stödd í Dagerðarnesi, á leið fram í Hrappsey, að finna frændfólk sitt þar. Hestur þessi var afarlítill og hjet Þumlungur. Á honum er Benedikt reiddur heim. Þegar heim kemur á Benedikt að drekka heitt kaffi, en það er mjer allra minnisstæðast, að hann muldi undirskálina með tönnunum eins og ekkert væri. Jeg var ungur þegar þetta var, og man að eins eftir því. Benedikt batnaði og lifði mörg ár eftir þetta; en gjáin hefir verið kend við hann síðan. Fyrir ofan Langahrygg gengur tangi upp í Kvennhólsvog; hann heitir Hnúkstangi (116). Við hann vestanverðan er hólmi, sem heitir Hnúkstangahólmi (117). Langt nokkuð vestar er há ey, kölluð Akurey (118) og sjest þar austanvert á henni, upp undan rifinu, votta fyrir litlum girðingum, raunar ekki svo litlum um sig. Skerin norður af henni heita Akureyjarsker (119). Suður af Akurey er hólmi, sem heitir Hvildarhólmi (120). Næst straumnum, sem fyr getur, heita Straumavararklettar (121). Rjett fyrir heiman Langa-hrygg er stór og há borg, hæsta borgin á Hrísey; hún heitir Skjólhamar (122). Mýrin milli hans og Langahryggs var kallaður Skjól- hamarsflói (123). Skáley (124) er líka Dagverðarnesland, með mörgum holtum, ás- um og mýrasundum á milli. Milli hennar og meginlandsins (suður- landsins) heita Vaðlar (125) og liggur hún fyrir öllu suðurlandinu í

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.