Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 13
13 samrýmd öðrum heimildum, ef talið er að hún eigi við fjórðungsþlng á þessum stað. Um þingið undir Ármannsfelli er hvergi getið annars staðar, og engin gögn eru fyrir fjórðungsþinghaldi annars staðar í Sunn- lendingafjórðungi. Þórsnesþing var fjórðungsþing Vestfirðinga, segir kirknatalið1). Ber því um þetta saman við Landnámu og Eyrbyggju, eins og áður var getið. í sögunum er víða getið um inálasóknir á Þórsnesþingi og eru sum þeirra mála þannig vaxin, að ætla má, að þau hafi verið fjórðungsþingsmál. Skulu þær sagnir raktar hér. Eyrbyggja segir frá því, að Illugi svarti deildi á Þórsnesþingi við Þorgrím Kjallaksson og sonu hans, um mund og heimanfylgju Ingibjargar Ásbjarnardóttur, konu Illuga, er Tinforni hafði átt að varð- veita. Vann Illugi inálið og greiddi Tinforni féð2). Illugi svarti, sók- naraðili málsins, er Illugi svarti Hallkellsson á Gilsbakka í Hvítársíðu. Hefir hann sennilega verið goðorðsmaður í Þverárþingi3). Það er í öllu falli vafalaust, að hann hefir ekki átt þingfesti í Þórsnesþingi. Tinforni, varnaraðilinn, er vafalaust sami maður og Tinforni Æsuson úr Svíney, Kjallaksdóttur á Kjallaksstöðum, Bjarnarsonar, en Kjallakur afi hans var bróðursonur Gjaflaugar, konu Bjarnar austræna, ömmu Þorgríms Kjallakssonar. Þeir Þorgrímur og Tinforni voru þvi að þriðja og fjórða4). Vegna þessarar frændsemi hafa þeir feðgar veitt Tinforna lið í málum þessum. Ekki er sagt, hvar Tinforni hafi búið, né hvar hann hafi verið í þingi. En ætla má, að hann hafi búið vestra í átt- höguin sínurn, og verið í þingi með frændum sínuin Kjallekingum. Ingibjörg, kona Illuga, var og ættuð úr Dölum, sonardóttir Harðar þess, er Hörðudal nam5), og er því ekki ótrúlegt, að mundur hennar og heimanfylgja hafi að einhverju leyti verið í eignum þar vestra. Aðil- ar eru þá ekki samþinga en samfjórðungs, og það, að málið er sótt á Þórsnesþingi, bendir þá til þess, að um fjórðungsþing sé að ræða. Þessi málaferli áttu sér stað um 980, að því er talið er. Þess skal getið, að Eyrbyggja segir, að þessi mál hafi gjörst á sama þingi og því, er Þorbjörn digri á Fróðá stefndi Geirríði i Máfahlíð til fyrir fjöl- kyngi. Þau Geirríður og Þorbjörn hafa vafalaust bæði átt þingfesti í Þórsnesþingi, og væri því ef til vill þess að vænta, að mál þeirra væri rekið á vorþinginu í Þórsnesí. En bæði getur hér verið um ónákvæmni ► !) 2) 3) 4) 5) DI. XII bls. 12, Kálund II bls. 390. Eyrbyggja XVII, 1—3 bls. 45-46. Gunnlaugs saga Ormstungu útg. Finns Jónssonar Kbh. 1916 5 bls. 9. Landnáma II. 19 bls. 88. Landnáma II. 2 bls. 55, II. 17 bls. 84.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.