Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 61
Dagverðarnes.
Dagverðarnes í Skarðstrandarhreppi (nú Klofningshreppi) er í út-
suður af Klofningsfjalli, sem nú oft í daglegu tali er ranglega farið
að kalla Klofning, þó ekki sje það algengt enn.
Bæirnir sunnan-til við fjallið eru vanalega kallaðir Klofningsbæir.
Fari einhver þaðan inn að Melum eða Ballará, eða þar eitthvað inn,
er það kallað að fara inn fyrir Klofning. En fari einhver frá Melum
eða innan frá út á Klofningsbæi, er það kallað að fara út fyrir Klofn-
ing. Klofningurinn er milli Hnúks og Mela, vestan-undan horninu á
Klofningsfjallinu, sem beygist þar um það leyti í rjett horn, og er stefna
hlíðanna inn til Gilsfjarðar í austnorður, en utan-til við Klofninginn í
landsuður inn til Hvammsfjarðar. Frá því fyrst að jeg fór að veita
þessu eftirtekt um 1870 og til þessa tima, 1923, hefir altaf staðið í
fjallskilaseðli Skarðstrandarhrepps: »KIofningsfjallið leiti:«. Þetta sýnir,
að þar um slóðir hefir um langan tíma Klofningsfjallið ekki verið
kallað Klofningur, þó nú sje talsvert farið að bera á því.
Dagverðarnes (1) fjekk nafnið þegar Auður djúpúðga fór frá
Bjarnarhöfn og lenti þar með Iagsmenn sína, og átu þau þar dögurð.
Nær Dagverðarnes hefir fyrst bygst veit jeg ekki, en þó hefir það
verið nokkuð snemma, þó ekki hafi það verið í landnámstíð.
Bærinn í Dagverðarnesi stendur nálægt því í miðju Dagverðar-
nesslandi og er túnið að miklu leyti umflotið af sjó. í túninu voru
þessi örnefni í ungdæmi mínu og alla tíð meðan jeg var þar, til 1903:
Kragavöllur (2). Norðvestan til í honum var bærinn, og við hann
sunnanverðan Bœjarhóllinn (3) með allmiklum halla, suður, útsuður
og vestur af, ofan að mýrinni; uppi á þessum hól stóð bærinn, en
ekki bar á halla austur og norður af. Vestur-af bænum var stór kál-
garður, og þegar stungið var niður nokkuð á aðra skóflustungu var
komið ofan á hleðslusteina. Þar hehr einhvern tíma verið hús, bærinn
eða annað. Nokkuð fyrir austan bæinn var fjósið og hlaðan. Þar land-
suður af er hóll, sem hjet Kragi (4). Vestan frá stóru mýrinni fyrir
neðan bæinn eru mýradrög austur-eftir og varð af því kringt innan
úr hólnum, Kraga, og uppi á hólnum austan-til er reiðgatan heim að
bænr'm, Sunnan til við mýrardragið er Húsaflötin (5); á henni sunnar-