Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 76
74 við hvert um sig, línurnar, strenginn og snúrurnar, eru einföld strik langsum. Sömuleiðis eru 2 strik þversum fyrir ofan efstu línuna í grafskriftinni, einfalt strik milli efri línanna tveggja á fætinum og 2 strik fyrir ofan og enn 2 fyrir neðan línuna á stjettinni. Innanvið- hvilftina vinstra megin er boglína. Hefir líklega verið sams konar boglína innan-við hvilftina hægra megin, en hún máðst af. Boglín- urnar hafa að líkindum náð að strikunum fyrir ofan og neðan 1. og 2. línu og verið þannig afmarkaður reitur með nafni sjera Jóns. — Á efri enda steinsins hefur sennilega verið strik eða 2 þversum utan við leturlínurnar, snúrurnar og strenginn, en óvíst er hversu sá end- inn hefir verið. Að líkindum vantar allmikið af steininum; hann virð- ist varla hafa verið styttri en IV2 m. Var þess aldrei að vænta, að svo löng og þunn móhella gæti haldist lengi óbrotin. Það er eftirtektarvert að í grafskriftinni stendur að sjera Jón hafi verið veginn 17. júlí. í bók þeirri er Sögufjelagið (dr. Jón Þor- kelsson) gaf út um Tyrkjaránið, eru prentuð öll eða flest heimildar- rit um það og þar á meðal frásögn (»Reisubók«) sjera Ólafs Egils- sonar, prests í Ofanleiti, sem hertekinn var. Af frásögn sjera Ólafs er svo að sjá, sem ræningjarnir hafi hlaupið á land mánudaginn 16. júlí um kvöldið1) og að hann hafi mjög bráðlega eftir landgönguna verið tekinn höndum og látinn inn i Múrhúsið, eitt af Dönsku-húsunum. En þriðjudaginn 17. júlí, um miðjan dag, kom hann út úr húsinu og er svo að sjá sem hann hafi ekki verið látinn þangað inn aftur, en fluttur út á stærsta ræningjaskipið rjett á eftir2). Nú eru til tvenns konar handrit af frásögn sjera Ólafs og ber þeim ekki saman alls staðar. Segir í öðru, að sjera Ólafur hafi spurt víg sjera Jóns næsta morgun, miðvikudagsmorguninn 18. júlí, en í hinum að hann hafi spurt það miðvikudagskvöldið.3) Næsta morgun, fimtudagsmorguninn 19. júlí, sigldu ræningjarnir burt.4) Sjera Ólafur segir ekki beinlínis, hvaða dag sjera Jón hafi verið veginn. Þar sem hann var tekinn höndum í fyrsta áhlaupi og látinn inn þegar, gat hann ekki fylgst vel með því sem fram fór úti, hjer og þar á eynni. En hann skýrir frá þeim atburðum eftir frásögn 4 manna, sem sáu ofanúr Fiskhellum og af Hánni margt af þvi er gerð- 1) Sbr. Tyrkjar. bls. 92—93 og 140—141. 2) Tyrkjar. 96 og 145. 3) S. st. bls. 98 og 147. 4) Á bls. 99 stendur; »-------allir á skip komnir miðvikudagskvöldið þann 19. júlí sem var fimti dagur; en um miðjan morgun drógu ræningjar upp akk- eri--------« Hjer er slengt saman setningum; á að vera depill á eftir «mið- vikudagskvöldið* og »en« á að falla burt. Sbr. bls. 149,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.