Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 12
veg til Þingmúlaþings, úr Berufirði upp í Skriðdal. Þingmannaups sýnist aptur á móti ekki vera á þeirri leið, og Sunnanmenn, er til Þingmúlaþings sóttu, geta ekki hafa átt leið um Þingmannaklif í Fljóts- dal. Það er of mjög úr leið til þess. Það örnefni hlýtur að eiga við einhverja aðra þingleið. Sé þeirri skýringu hafnað, að Kiðjafells- þing hafi verið háð frammi í Suðurdalnum, þá gæti varla verið um annað þing að ræða, en fjórðungsþingið í Lóni, er þetta örnefni væri kent við. Héraðsmenn hefðu þá farið til þess þings fram úr Fljóts- dal, annað hvort Öxarhraun niður í Berufjörð, er Njála getur að Flosi hafi farið1), eða ef til vill einhverja fjallvegi beint niður í Lón. Um þinghald í Lóni er annars hvergi getið, nema í kirknatalinu. Fjórðungsþinginu hefði verið vel í sveit komið þar, nálægt fjórðungnum miðjum, og jafnhægt að sækja þangað fyrir Austfirðinga og Skaptfellinga. Eru og örnefni þar í sveit, eða hafa verið, er til þinghalds gætu bent. í kaupbréfi fyrir Hvalnesií Lónifrá 1475, er þess getið, að jörðin eigiskóg- arhögg »undir þijngmannabrekku i vijkur jördu«2). í jarðabók ísleifs sýslumanns Einarssonar frá 1703 er þessa sama ítaks getið, en brekkan þar nefnd Þingbrekka3). Það væri þá í landi jarðarinnar Vík í Lóni, sem þingstaðarins ef til vill væri að leita, og væri æskilegt, að stað- hættir og örnefni þar eystra væru rannsökuð nánara um þessi efni. Fjórðungsþing Sunnlendinga segja sum handrit kirknatalsins að hafi verið háð undir Ármannsfelli, önnur undir Mosfelli4). Fyrri les- hátturinn er efalaust réttari. Handritin geta þingsins öll næst á eptir því að þau geta um kirkjuna á Þingvelli og alþingishaldið þar. Þau geta og um kirkjurnar á Mosfelli í Mosfellssveit og Mosfelli í Gríms- nesi, en geta einskis þings i sambandi við þá staði, sem þó hefði verið eðlilegast, ef fjórðungsþingið hefði verið haldið á öðrum hvorum þeirra staða. Um þinghald undir Ármannsfelli er getið á einum stað öðrum í fornum ritum, í Hænsa-Þórissögu5). Þar er talið, að alþingi hafi verið haldið þar. Rakti ég afstöðu kirknatalsins og sögunnar hvors til annars allítarlega í Skírnisgrein minni, er áður var getið, bls. 18 —21. Get ég hér vísað til þess, er þar er sagt. Þar er sýnt fram á, að þessi staður er innskot í sögunni, að frá þinginu er sagt einmitt í sambandi við setningu fjórðungaþinganna, og að það muni vera af mistökum afritarans sprottið, er hann lætur alþingi hafa verið háð á þessum stað. Jafnframt er sýnt fram á það, að sagan verður best 1) Úlg. Finns Jónssonar Halle 1908 134, 31 bls. 323. 2) DI. V. 709. 3) Blanda I. bls. 14. 4) DI. XII bls. 8, Kálund II. bls. 387, 5) Bls. 20—21,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.