Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 57
55
og svo fjárhúsin hafa verið bygð ofan í þær. Hakastaðir voru vestar
og fjær uppi á hálsinum, á hól einum. Var þar minna túnstæði. Sást
þar líka fyrir túngarðsleifum og húsarústum uppi á hólnum, sem allur
var grasi gróinn.
Þessum fornbýlum, ásamt Svertingsstöðum, fylgdi sú munnmæla-
saga, að þeir hefðu allir þrír verið bræður: Haki, Hanki og Svert-
ingur, verið landnámsmenn og búið á þessum stöðum, eins og bæja-
nöfnin benda til. Mætti geta þess til, að þeir hafi verið skipverjar
Skinna-Bjarnar og hann hafi gefið þeim land þar út frá sjer, fyrir of-
an Svertingsstaðaá og vestur á hálsinn (Hrútafjarðarháls). Hins sama
get jeg til um Stein, er bygt hefur Steinsstaði hjá Hofi.
Eftir öllum þessum fornu eyðibýlum man jeg glögt, því að jeg hafði
þá — þótt ungur væri — eins konar ánægju af að skoða þau. En
nú eru liðnir 50 vetur síðan jeg fluttist frá Svertingsstöðum; en þá
var jeg 15 vetra.
Stykkishólmi, á síðasta vetrardag 1926.
Jósafat S. Hjaltalín.
Aths.
Dr. Björn M. Ólsen segir í grein sinni, að hofið í vestasta goð-
orðinu í Húnavatnsþingi hafi »líklega legið í Miðfirði — ef til vill þar
sem enn er kallað Hof, nálægt Mel«. í rauninni er engin ástæða til
að efast um að hof hafi verið þarna í heiðni, eins og þeir Eggert
Ólafsson og Jón Ólafsson frá Grunnavík skýra frá, samkvæmt al-
mennri sögn manna þar um slóðir. Og það er fullkomin ástæða til
að ætla, að hof þetta hafi verið eitt af hinum þrem höfuðhofum í
Húnavatnsþingi og verið haldið uppi af þeim, er áttu eitt af hinum
þrem goðorðum í þessu þingi. Þar sem þetta hof hefur verið vestast
allra þriggja höfuðhofanna i þinginu — hin munu hafa verið á Hofi
í Vatnsdal og Hofi á Skagaströnd — og þingmenn eða þriðjungsmenn
þess goða, er hjelt því uppi, hafa sennilega búið um þessar slóðir,
má komast svo að orði, að þetta hof hafi verið hof vestasta goð-
orðsins í þinginu, en minnast verður þess ávalt, að þingin og goð-
orðin voru ekki takmörkuð af neinum landamerkjum, öðrum en fjórð-
ungamótum, heldur voru þau eins og fjelög, sem gátu átt fjelags-
menn hjer og þar um fjórðunginn.
En þótt sagnir sje um, að hjer hafi verið hof, er þess ekki getið
í ritum, að hjer hafi í fornöld verið bær, sem kallaður hafi verið svo
eða kendur við hofið. Brynjólfur Jónsson hefur ritað um þessar forn-
leifar í Árb. 1895, bls. 12 — 13. Hann segir, að rústin sje nefnd »Hofið«,
en samt sje hún ekki hofstótt, »heldur bæjarrúst og hún ekki forn-