Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 43
41 Vatnsskarði, (sbr. frásögn Danívals hjer áður). Færir hann til þá sönn- un, að sá bær hafi verið fluttur, vegna þess að hinn gamli hafi farið af fyrir skriðufalli, en »þar sem bólstaðurinn hafi verið heiti enn í dag (þ. e. 1871) Evarstóftir«. Þetta er rjett frá sagt. Skamt fyrir norðan túnið á Litla-Vatns- skarði kallast Hryggir. Eru það uppgróin skriðuföll og þar eru miklar húsarústir og mannvirkjaleifar. Danival sagði mjer, að það væri ahnæli að bærinn hefði staðið þarna áður, en verið fluttur sök- um skriðuhlaupa úr fjallinu. Ekki mundi hann neitt nafn á rústunum, en bersýnilega eru þarna Evarstóftir, sem Jóhannes talar um1) því miður hafði jeg ekki tíma til að skoða rústir þessar, en Danival bóndi Danivalsson á Vatnsskarði sendi mjer eftir beiðni lýsing af tóft- unum. Er aðaltóftin um 50 fet á lengd og 34 fet á breidd. Snýr hún nokkurn veginn norður og suður. Henni hefur verið skift í 3 hús og er miðhúsið »helmingur af stærðinni«2 3), en hin minni til beggja enda. Til hliðar við aðaltóftina eru tvær húsaleifar, önnur hefur verið ofan- við og er veggjaskýr, en hin fyrir neðan, mjög óglögg. Norðan við tóftirnar er melhryggur, »auðsjáanlega skriða úr fjallinu«, og rjett utan við melhrygginn er hústóft, 12 fet á lengd og ca. 6 á br. Um- hverfis tóftirnar hefir »bersýnilega verið ræktað land«‘J) því merki þess sjást þar á töðugrónu vall-lendi. — Nú ber þess að gæta, að rústir þessar eru alls ekki í skarðinu. Þær eru talsverðan kipp norður frá því. Frásögn Landn. »í Ævarsskarði«, væri þá ekki alls kostar rjett. Mjer þykir þó varhugavert, að rengja þá frásögn í neinu, þar sem frásögnin lýsir svo nánum kunnugleika í öðrum atriðum. Skoðun mín er því sú, að Ævarr hafi bygt bústað sinn í Ævarsskarði, þar sem vestari rústirnar eru. Hefur þar verið allvítt túnstæði, en ekki gras- gefið, því jarðvegur er svo grýttur þar. En vegna snjóþyngsla1*), hafi bærinn lagst niður þarna mjög fljótt, því reynslan hefur bent Ævari eða niðjum hans á betri bæjarstæði út með fjallinu að vestan, og því hafi bærinn verið bygður þar mjög stuttu eftir landnám Ævars, enda var miklu styttra til engja en úr skarðinu sjálfu. Gamli bærinn svo verið notaður sem sel, en nýi bærinn erft nafnið Ævarsskarð, þótt ekki ætti það eins vel við. Svo hefur selið verið endurbygt eftir þörfum. Eftir að bærinn var færður úr skarðinu hefur Móbergs- 1) Ævarr og Evar er sama nafnið, ýmist ritað æ eða e. Fram á 13. öld var og æ borið fram sem e, t. d. skær — sker — þ. e. með stuttu e-hljóði: Evars- = Ævars-tóftir. 2) Orðrjett eftir Danival. 3) Þegar jeg fór þar um — 24. maí — lá fönn um alt skarðið, en miklg snióminna fyrir austan (Víðidal) og vestan (Laxárdal).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.