Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 62
60 lega vóru fjárhús. Fyrir sunnan Kragavöll er Suðurhúsatúnið (6) og náði að túngarði og upp að reiðgötu. Austur af bænum hjet Mið- uöllur (7) frá reiðgötunni heim að bæ og norður að Hríseyjargötu (8). Ofan til á Miðvelli hjet Miðuallarbarð (9). Fyrir neðan það Kuiaból (10) og liggur miklu lægra en völlurinn; þar held jeg hafi verið hjá- leigan Tröð (11), því þar sjest fyrir löngu vallgrónum húsatóttum, og veit jeg ekki hvar Tröð gæti hafa verið annars staðar í Dagverðar- nesslandi, því hvergi eru þar rústir á öðrum stöðum, sem líkjast bæjartóttum, en þó eru þessar tóttir all-óglöggar. Verið gæti að fjár- hús hafi verið bygð ofan á Traðartóttir. — Norður af bænum fyrir vestan Hríseyjargötu er Norðuruöllur (12); ofan-til á honum eru vall- grónar tóttir, sem auðsjáanlega eru fjárhústóttir; en heiman-til á hon- um er kirkjan og kirkjugarðurinn í kring, rjett heim-undir bæ. Norður af kirkjunni í Norðurvelli eru langir og sljettir hólar, sem heita Kirkju- hólar (13), en vestur af þeim og vestan-til í vellinum heitir Brunn- hóll (14). Norðvestur af Kirkjuhólunum er Norðurhúsatúnið (15), nokk- uð lægra en völlurinn og nær að sjó og suður að mýri við brunn- ana. Norður af brunnunum er einstakur hóll næstur Kirkjuhólunum og heitir Rósuhóll (16). Klettahornið vestan-til á Norðurhúsatúninu, rjett við lendinguna, hjet Altarishorn (17). Vestan-ti! við brunnana hjet Hesthústún (18) og í því var Hesthúshóllinn (19) og norðan-til á hon- um vóru hesthúsin. Guðmundur Daðason, bróðir Guðlaugs á Heina- bergi, var í ungdæmi sínu vinnumaður í Dagverðarnesi hjá sjera Lár- usi M. S. Johnsen (dó 1859); hann sagði mjer, að í hans tíð þar hefði hesthústúnið og norðurhúsatúnið í sameiningu verið kallað Stillhóla- uöllur (20); að líkindum fengið nafnið af því, að þegar farið var frá bænum ofan í landið, vóru stillur, síðar brú, yfir mýrarsund ofan á Hesthúshólinn og af honum aftur yfir tjarnarós stillur, síðar brú, ofan á holtin. Fyrir austan túnið er allstórt vatn eða sjór, sem heitir Lón (21). Það nær langt upp-eftir; Hrísey er vestanvert við það, en Lónásar o. fl. austanvert. Af túninu á Hrísey er hátt rif, og fellur með foss- falli miklu yfir það úr Bæjarvognum og inn í Lónið um stórstraum. í Lóninu eru þessir hólmar: Næst Kvíabólir.u er Bolli (22), allhár hólmi með lágum fitjum í kring; má líkja honum við bolla á undir- skál. Sunnar er Iangur hólmi, með hól norðan-til og heitir Marhnútur (23). Þá er ofarlega í Lóninu lítill hólmi, sem heitir Suartbakasker (24). Enn ofar er hólmi, nálægur Hrísey, og heitir Grœnhólmi (25). Þar nokkru ofar er staksteinótt rif yfir Lónið, frá Rifjahólmunum og yfir undir Litlu-Borg (í Sellandi). Nokkru þar ofar er hátt rif yfir Lónið, ofan-til af Rifjahólmunum og yfir-undir Selland. Yfir þetta rif fellur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.