Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 35
33 Og komst hún í hendur þeirrar nefndar, sem verðlaunar sögufræðls- leg rit af gjafasjóði Jóns Sigurðssonar, og yfirfór hún ritgerðina. Þegar jeg sendi ritgerðina, hafði jeg enga hugmynd um tilgátu hr. H. Þ. um Ævarsskarð, þvi fyrst á miðju ári 1923 barst mjer í hendur ritgerð hr. H. Þ. í Árbók Fornl. fjel. og sá þar fyrst, að hann hafði komist þar að sömu niðurstöðu og jeg í þessu atriði; þótti mjer þetta merkilegt og góður fengur, þótt fullnaðarástæður vantaði.1) Tilgátu sína hefur og hr. H. Þ. styrkt betur í greininni Kvittun til dr. Finns Jónssonar, eins og áður er sagt. Hef jeg þá gert grein fyrir hverjir ritað hafa um deilunafn þetta í rannsóknarskyni. Skal jeg þá næst rekja aðrar tilgátur um nafn þetta, þótt gamlar sjeu og ekki með vísindalegu sniði. Húnvetningar hafa ekki alveg gleymt nafninu Ævarsskarð, þótt staðurinn týndist. Sigmundur Helgason í Köldu- kinn á Ásum (d. 1723) orti rímur af Sigurði Þögla og segir í síðustu rímunni: Endaði fræði að Evarsskarði öðru nafni Strjúgsstaðir Hr. H. Þ. bendir rjettilega á, að þetta sje auðvitað rangt (Árb. F. 1923 bls. 65 n. m.), því að Þorbjörn strúgr, launsonur Ævars, bjó á Strúgs- stöðum og tekur Landn. það skýrt fram. Einnig getur hr. H. Þ. þess á sama stað, að í »dálitlu ættartölubroti úr Húnavatnssýslu standi í svigum við Bólstaðarhlíð: »Ævars forna garði«. »En vafalaust er það að eins getgáta ritarans«, bætir hann við. Það hygg jeg þurfi ekki að vera, því ýmsir Húnvetningar álíta enn að Ævarsskarð hafi verið þar sem Bólstaðarhlíð er nú. Getur ritarinn hafa farið eftir almennu áliti í Hlíðarhreppi. Það er og mörgum orðið kunnugt, að í nafnaskránni við Land- námuútgáfu dr. Finns Jónssonar er Ævarsskarð talið að vera, þar sem Stóra-Vatnsskarð er og þar er og talinn bær með sama nafni. En þetta hefur ekki stuðning í öðru en bláberum misskilningi. Hvorki skarð eða bær með þessu nafni hefur verið til á þessum slóðum, fyr eða síðar og óþarft að blanda því frekar inn í mál þetta. Skarðið hefur frá öndverðu heitið Vatnsskarð eins og Ldn., Sturl., ísl. fornbr.s. og aðrar frumheimildir sýna. En þegar Litla-Vatnsskarðs-nafninu skaut upp, bættu menn Stóra- við til aðgreiningar hinu. Mjer virðist nú rjett, áður en lengra er rent í þessu efni, að íhuga nokkru nánar hvert hald sje í því áliti, gömlu og nýju, að Ævarr hinn gamli hafi búið í Bólstaðarhlíð. 1) Ritgerðin heitir: »Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Islandi« og í form. getur höf. þess að greinin sje samin vorið 1921 og birt «að mestu leyti óbreytt« 1923. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.