Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 49
47
liggja til austurs, Þegar inn er komið beygist hellirinn til suðurs.
9V2 mtr. frá dyrum hefur verið hlaðinn garður um þveran hellinn.
Nú er garður þessi hruninn mjög, svo að ekki er unt að segja, hve
hár hann hefur verið. Þar sem hann er hæstur nú eru 2 mtr., það
er við austurhlið hellisins. 3*/2 mtr. innar er annar garður hlaðinn frá
vesturhlið hellisins. Hann er 1 mtr. á hæð og 1V2 á lengd; hann hefur aldrei
verið lengri. Milli innri garðsins og botns hellisins er 1,15 mtr. Hefur
þetta líklega verið bæli hellisbúa. Breidd hellisins fyrir innan fremri
garðinn eru lxh mtr., en hæð þar er 3 mtr., lækkar hann svo inneft-
ir, að í bælinu er hann lítið yfir mannhæð. Til norðurs er all-stórt
gat á hellinum. Þar vottar fyrir hleðslu, en mjög er hún úr Iagi
færð; ætla jeg að þar hafi verið smuga og verið hlaðið fyrir, en síðan
stækkað fyrir áhrif vinds og vatns; hjer uppi er mjög stórviðrasamt
einkum í sunnan-átt.
Hellirinn hefur verið nefndur Grímshellir og dalurinn milli Kerl-
ingarfjalls og Grímsfjalls Grímsdalur, skarðið upp úr dalnum
Grímsskarð og áin, sem rennur upp úr dalnum, Grímsá. Örnefni þessi
eru eflaust öll kend við sama manninn, er verið hefur skógar-maður
og haft fylgsni í hellinum. Hann hefur líklega verið uppi á söguöld-
inni, því að árið 1250 sýnast örnefni þessi vera alkunn.
Um Þorbeinisstaði segir Árni Thorlacius umboðsmaður, í ritgerð
um örnefni í Þórsnesþingi hinu forna í Safni til sögu íslands, b. II,
bl. 295: »Þorbeinisstaðir: það er nú eyðiból; það var að sunnanverðu
við vatnið í Vatnsdak.
Jeg get ekki fallist á þetta; á þeim stað hefur verið stekkur frá
Drápuhlíð. En á hálsinum inn frá vatninu, skömmum spöl fyrir aust-
an reiðveginn, sjest fyrir tóft, þó hún sje mjög ógreinileg. Húsið
hefur staðið í halla, er því neðri veggurinn horfinn. Á Þorbeinisstöð-
um hefur líklega enginn búið nema Þorbeinir.
Á mýrunum norður frá Drápuhlíð er eyðibýli, sem kallað er Hól-
kot. Túnið er tveir hólar; á vestari hólnum hefur bærinn staðið, en
upp úr bæjartóftinni hefur síðar verið bygð fjárrjett. Á austari hóln-
um hefur verið fjárhús. 5 fðm. í landsuður frá bæjartóftinni hefur
verið fjós og heygarður. Um túnið hefur garður verið, sjer fyrir hon-
um öllum. Túnið er 35 fðm. á breidd og 57 fðm. á lengd.
í Búðarnesi, sem er vestur frá bænum Grunnasundsnesi við
Stykkishólm, er tóft mikil, með afar-þykkum veggjum; snýr hún frá
austri til vesturs. Lengd tóftarinnar er 16 mtr., en breidd 5,70 mtr.;
dyr eru á norðurhliðvegg, einn meter frá vesturgafli. Við austurgafl,
á suður-hliðvegg, er útbygging, 5 mtr. á lengd og 5 mtr. á breidd.
Jeg gróf á einum stað í aðaltóftina. Á 40 cmtr. dýpt kom ofan á