Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 29
27
helst meðan strjálbygt var, litlar samgöngur og lítt kunnar bygðir
landsins, hafi eðlilega verið hugsað meira út í frá um héruðin
en bæina, og því orðið venja og látið nægja: Kollur í Dölum eða
Dala-Kollur, og Örn úr Arnarfirði — þó hann byggi þar í Tjaldanesi.
Að þessu athuguðu, virðist mér ekki ólíklegt, að telja mætti alt
að 50 af þessum ónefndu bæjum, gegn nöfnum bæja með einkaheit-
um og viðurnefnum landn.manna sjálfra. Verða þá nafngjafahlutföll
helstu lnm. um alt land í þessu lauslega yfirliti ekki fjærri 5:2. —
Tveir bæir kendir við lnm., móti 5, er við annað eru kendir. Þessi
hlutföll mundu þó enn breytast og jafnast nokkuð, ef allir leysingjar
og synir lnm. m. fl. væru teknir með í reikninginn.
Af þessu yfirliti sést það, að mannkend nöfn bæja og bújarða
hér á landi byrja með lausn og landnámi leysingja og þræla: Duf-
þaksholt, Vífilsstaðir, Grísartunga, Hundadalur, Kjaransvík. — Sbr. líka
örnefni þræla Hjörleifs í Vestmanneyjum, og þræla Ketils gufu. —
Aðrir kendu nöfnin við þá. Þessi örnefni eru með þeim elstu hér
á landi. Af vestrænni rót eru þau runnin að vonum, eins og þræl-
arnir, sem flestir voru teknir á vesturlöndum. Og frá írlandi flestir
þeir, sem höfðingbornir voru.
Vera kann að lnm. hafi gefið býlum nöfn um leið og þeir gáfu
leysingjum lönd. En varla hafa þeir skamtað nöfn sonum sínum eða
meiri háttar vildarvinum. Dæmi: Af 5 sonum Ketils hængs, sýnist
engin bújörð þeirra vera kend við þá í fyrstu, Hrafntættur eru fyrsti
fæðingarstaður, sem þekkist á ísl.; en ekki bjó Hrafn þar, heldur á
Hofi, eftir föður sinn.
Stórólfur Hængss. »bjó at Hvoli«, og er óvíst hvort nafni Stór-
ólfs hefur verið bætt framan við bæjarnafnið fyr en eftir hans daga
eða þá er Efri- Hvoll bygðist — til aðgreiningar. Um þessa tvo bú-
staði finst enginn vafi neinstaðar. Aftur er nokkur vafi og missagn-
ir um bústaði hinna bræðranna þriggja. Egils-saga segir (alþ. útg.
57) að þeir hafi allir búið í hvirfing um Stórólf í Hvol-
hreppnum. Herjólfur undir Brekku í Fljótshlíð (talið svo þar),
Helgi á Velli og Vestarr á Móeiðarhvoli. — Það er líklegt að V. hafi
búið á M. því bæði átti hann Móeiði Hildisdóttur, sem bærinn
mun kendur við, og hann var nokkuð langt frá Stórólfi. Móeiður var
líka vestræn, og verið gæti að hún hefði búið þar eftir hann.
Landnáma nefnir ekki bústað Helga. Hún segir líka nokkuð öðru-
vísi frá bústað hinna bræðranna tveggja, og verður að meta þá heim-
ild meira.1) Þar fá kunnugir varla um það vilst, að »undir Brekkum«
1) Hjer færi slíkur samanburður of langt frá efninu. En gera mætti hann
yið athugun bújarða fremur en örnefna.