Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 39

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 39
37 landnám Ævars náði aldrei til Bólstaðarhlíðar, því þar hefur að öll- um líkum Þorkell vignir haft bústað, sem áður er bent á1). Vjer sjáurn þvi, að landnám Ævars hefur náð frá landamerkjum Holta- ► staða og Hvamms (því löngu eftir landnámstíð, var Hvammur gefinn Holta- staðakirkju), upp með Blöndu og að landamerkjum Æsustaða og Ból- staðahlíður »og svo þar fyrir norðan háls«. — En engin tvímæli geta það verið, að »háls« sje Langadalsfjallið neðan frá Móbergi og hefur þá Ævar numið Laxárdal (fremri), sem einmitt liggur þar mest við Hálsinn«. Fullnaðarsönnun um það felst og í því, að ennþá eiga áð- urtaldar jarðir í Langadal land norður í Laxárdal, að Laxá eða í miðj- an dal, t. d. Strúgsstaðir. Kárahlíð á Laxárdal er m. a. gamalt býli úr Strúgsstaðalandi, rjett norðan við Strúgsskarð og hefur verið ó- bygt um 1700 (Á. M. Jb. 1704). En fyrir fáum árum var það bygt upp aftur og er nú sæmileg jörð. Um 1700 er Litla-Vatnsskarð einn- ig talið Vú úr heimajörðinni Móbergi (Á. M., sjá Johns., 241, n. m.) Og ennfremur hefur Móberg átt selstöð í Litla-Vatnsskarði frá ómuna- tíð. Heitir þar enn Móbergssel, austast í Skarðinu, og sjást þar tals- verðar rústir2). Á seinni öldum var hætt að hafa þar í seli, en bygð- ist frá og um 1850 er Móbergssel talið hjáleiga frá Móbergi, lOhndr. að dýrleika (J., bls. 242). Á. M. nefnir Móbergskot, en ekki Móbergs- ► sel, og má vel vera að það sje eitt og hið sama. Af þessu sjest þá það, að Ævarr hefur numið Laxárdal og Litla- Vatnsskarð, sem nú er nefnt svo. Þarf því ekki að efa það, að fjöll- in austan Laxárdals (Laxárdalsfjöli sunnan við skarðið og Grjótáröxl- in norðan við það) hafa verið austur-takmörk landnámsins. Á þessu svæði er því Ævarsskarðs að Ieita. Eru skörðin þrjú í landnáminu og þó reyndar fjögur, ef Mjóadalsskarð er talið með. Það liggur austur frá Mjóadal gegnum Laxárdalsfjöllin og er þröngt og undir- lendislaust gil, grýtt og graslítið. Mun engum manni til hugar koma, að þar hafi verið búið, enda engar rústir. Strúgsskarð hefur verið yst í landi Ævars. Það liggur milli Laxárdals og Langadals og um það hefur selvegurinn legið frá Móbergi austur að Móbergsseli. í skarðinu er alóbyggilegt; botninn er grýttur, graslaus og þröngur, og 1) Þórhalla Ævarsdóttir átti Ólaf á Haukagili í Vatnsdal (Hallfr. saga, bls. 4). Hafa því allir afkom. Ævars færst vestur í sýsluna. 2) Rústir þessar skoðaði jeg 24. maí s.l. Bærinn hefur staðið neðst á sljettri skriðugrund. Lítið markar fyrir veggjum, því þeir hafa hrunið inn og myndað ” lága, hólmyndaða bungu. Austan við er lágt fleytingsþýfi og þar eru (fjórar) húsatóftir — og er mjer þó næst að halda, að það sjeu seltóftirnar gömlu. Vegg- irnir sjást allvel, því grjót hefur verið í undirstöðunni. Efst á grundinni ofan við bæjarstæðið eru skýrar rústir af fjárhúsi, tvídyra. Móbergsel lagðist í eyði fyrir 30 árum og bjó þar siðast Hannes Kristjánsson. b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.