Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 56
54 lét Ögmundr gjöra hús þar á melnum, ok bjó þar síðan«. Það er sá bær, er lengi hjet á Mel, en nú Melstaður. En það land er Skeggi seldi Ögmundi, hefur því áreiðanlega verið Hofsland, sem enn þann dag í dag er sama og Melsland. Af þessu dreg jeg þá ályktun, að þegar Ögmundur kom út, hafi Skinna-Björn verið dauður, Skeggi erft Hofsland eftir föður sinn; en það legið þá ónotað1). Þess vegna selur Skeggi landið, en Ögmundur velur sjer nýjan bólstað á landinu, öllu fegri og hagkvæmari en á Hofi; því Hofsbærinn hefur þá verið úti á enda landsins. Því rjett fyrir utan Hof voru aðrar fornar bæjarrústir á líkum hól; var að eins breitt fláandi skarð á milli hólanna, en lítill keldulækur rann niður skarðið á milli túnanna, er höfðu náð nærri því saman. Þetta forna eyðibýli var kallað á »Steinsstöðum«. Hefur því fylgt landið fyrir utan, út að Svertingsstaðaá. Mun það vera þar sem Þórveig bjó, móðir þeirra Odds og Guðmundar, er fjellu í fyrir- sátinni fyrir Kormáki Ömundarsyni skáldif sem segir í sögu hans, 5. kap. Rak Kormákur þá Þórveigu í brott þaðan, og hefur þá að lík- indum lagt landið undir Mel, sem það hefur tilheyrt síðan. Hafa því þessi tvö fornbýli farið snemma í eyði, eftir sögunum að dæma. Og þó þar hafi á síðari öldum verið bygð upp kot, sem hjáleigur frá Melstað, þá hefur sú bygð varla staðið nema skamma stund. Nú fyrir nokkurum árum hefur verið bygt nýbýli i Melstaðar- landi, á fyrnefndum »Börðum«. Mun það vera á öðruhvoru þessara eyðibýla, Hofi eða Steinsstöðum, en er þó kallað á »Barði«. Er slíkt illa farið, þegar hin fornu býlanöfn og önnur örnefni eru lögð niður, eða afbökuð; svo gleymast þau með öllu er tímar líða. Jeg get ekki skilið svo við æskustöðvar mínar i Miðfirði, að jeg ekki minnist hjer á tvö forn eyðibýli, er voru í Svertingsstaðalandi. Þau hjetu á Hakastöðum og Hankastöðum. Á Hankastöðum voru beitarhús þegar jeg var í æsku; var þó í daglegu tali kallað »uppi á selinu«, því að áður fyr var þar höfð selstöð. Þar var stórt og fallegt tún, sljettir hólar. Varið var það og slegið árlega að miklu leyti; sáust þar fornar túngarðsleifar. Fornar rústir voru þar ekki; mun selið 1) Þá munnmælasögu heyrði jeg i æsku, »að Skeggi hefði haft annað bú fram á Skeggjastöðum í VesturárdaÞ. Bendir hún til þess að hann hafi eigi þurft að nota Hofsland sjálfur, og því selt það. Er margt ótrúlegra en það, því fram í Miðfjarðardölum eru landskostir betri en út á Hjeraðinu og heiða- lönd mikil. Vegalengd hefir viða verið meiri en þar á milli búa fornmanna. Að Skeggjastaðir í Miðfirði hafi fyr heitið Skeggvaldsstaðir, eins og Margeir Jóns- son getur til í ritgerð sinni í Eimreiðinni 29. árg., »Sannfræði íslenskra sagna«, hefir að mínu áliti við ekkert að styðjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.