Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 56
54 lét Ögmundr gjöra hús þar á melnum, ok bjó þar síðan«. Það er sá bær, er lengi hjet á Mel, en nú Melstaður. En það land er Skeggi seldi Ögmundi, hefur því áreiðanlega verið Hofsland, sem enn þann dag í dag er sama og Melsland. Af þessu dreg jeg þá ályktun, að þegar Ögmundur kom út, hafi Skinna-Björn verið dauður, Skeggi erft Hofsland eftir föður sinn; en það legið þá ónotað1). Þess vegna selur Skeggi landið, en Ögmundur velur sjer nýjan bólstað á landinu, öllu fegri og hagkvæmari en á Hofi; því Hofsbærinn hefur þá verið úti á enda landsins. Því rjett fyrir utan Hof voru aðrar fornar bæjarrústir á líkum hól; var að eins breitt fláandi skarð á milli hólanna, en lítill keldulækur rann niður skarðið á milli túnanna, er höfðu náð nærri því saman. Þetta forna eyðibýli var kallað á »Steinsstöðum«. Hefur því fylgt landið fyrir utan, út að Svertingsstaðaá. Mun það vera þar sem Þórveig bjó, móðir þeirra Odds og Guðmundar, er fjellu í fyrir- sátinni fyrir Kormáki Ömundarsyni skáldif sem segir í sögu hans, 5. kap. Rak Kormákur þá Þórveigu í brott þaðan, og hefur þá að lík- indum lagt landið undir Mel, sem það hefur tilheyrt síðan. Hafa því þessi tvö fornbýli farið snemma í eyði, eftir sögunum að dæma. Og þó þar hafi á síðari öldum verið bygð upp kot, sem hjáleigur frá Melstað, þá hefur sú bygð varla staðið nema skamma stund. Nú fyrir nokkurum árum hefur verið bygt nýbýli i Melstaðar- landi, á fyrnefndum »Börðum«. Mun það vera á öðruhvoru þessara eyðibýla, Hofi eða Steinsstöðum, en er þó kallað á »Barði«. Er slíkt illa farið, þegar hin fornu býlanöfn og önnur örnefni eru lögð niður, eða afbökuð; svo gleymast þau með öllu er tímar líða. Jeg get ekki skilið svo við æskustöðvar mínar i Miðfirði, að jeg ekki minnist hjer á tvö forn eyðibýli, er voru í Svertingsstaðalandi. Þau hjetu á Hakastöðum og Hankastöðum. Á Hankastöðum voru beitarhús þegar jeg var í æsku; var þó í daglegu tali kallað »uppi á selinu«, því að áður fyr var þar höfð selstöð. Þar var stórt og fallegt tún, sljettir hólar. Varið var það og slegið árlega að miklu leyti; sáust þar fornar túngarðsleifar. Fornar rústir voru þar ekki; mun selið 1) Þá munnmælasögu heyrði jeg i æsku, »að Skeggi hefði haft annað bú fram á Skeggjastöðum í VesturárdaÞ. Bendir hún til þess að hann hafi eigi þurft að nota Hofsland sjálfur, og því selt það. Er margt ótrúlegra en það, því fram í Miðfjarðardölum eru landskostir betri en út á Hjeraðinu og heiða- lönd mikil. Vegalengd hefir viða verið meiri en þar á milli búa fornmanna. Að Skeggjastaðir í Miðfirði hafi fyr heitið Skeggvaldsstaðir, eins og Margeir Jóns- son getur til í ritgerð sinni í Eimreiðinni 29. árg., »Sannfræði íslenskra sagna«, hefir að mínu áliti við ekkert að styðjast.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.