Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 24
Nafngjafir landnámsmanna á íslandi. Að sjálfsögðu er í fyrstu byrjað að gefa nafn landinu öllu: Týli, Snæland, Garðarshólmur, ísland. Þar er líka fyrsta dæmið um breyt- ing nafna hér, og nöfn frá fleiri en einum á sama staðnum. Þá koma og nöfn á helstu firði og víkur: Faxaós, ísafjörður, Hvalfjörður, Húsa- vík. Á F a x a flóa festist fyrsta mannsnafnið hér við land. Faxi var maður suðureyskur — og verður síðar vikið að nöfnum fleiri vestmanna. Nöfn margra sveita og héraða sýna það yfirleitt, að ám og vötnum var gefið nafn á undan héraðinu: Fljótshverfi, Skaftártunga, Fljótshlíð, Rangárþing, Þjórsárdalur, Leirársveit, Hvítársíða, Þverárþing. Arnarvatnsheiði, Laxárdalur, Húnavatnsþing, Blönduhlíð, Hörgárdalur, Mývatnssveit, Jökulsárhlíð, Fljótsdalshérað. Slíkt hið sama er um fellin (fjöllin) að segja: Skaftafellsþing, Eyjafjallasveit, Gnúpverjahreppur, Kjalarnes, Snæfellsnes, Meðalfells- strönd, Barðaströnd, Snæfjallaströnd. Þá eru enn nærri ótal bygðir og blettir kendir við firði, víkur og voga, og margt annað, er hlotn- aðist nafnið á undan umhverfinu. Hitt kemur líka fyrir, að miklar ár og firðir beri nafn af héraðinu: — Tungufljót, Héraðsvötn, Héraðsflói, — en það er sjaldgæft. Þar á móti er algengt um sameiginleg fjöll og fjallgarða, að þeir dragi nafn af sveit eða héraði — Tungnafjöll, Mýrafjöll — þó hvert fell eða hnúkur hafi þar sérstakt nafn. Á síðari öldum er einnig tíðkað meira en fyr að nefna litlar ár og læki eftir dölum — Dalsá, Brynjudalsá, Flókadalsá. — Óþarflega er það líka algengt orðið nú á dögum, að kenna litlar ár og læki við bæina, sem þeir renna hjá, hve margir sem þeir eru: Merkur- Klofa- Skarðs- Stóruvalla- og Minnivalla-lækur. Hefur þessi lækur þó í fyrstu vafalaust verið nefndur einu nafni, góðu og glöggu eins og aðrir slíkir (Hróarslækur, Rauðá). Skarðslækur gat hann ekki verið kallaður, eins og nú, því að Skarð stóð við fjallið, langt frá læknum, fram til 1877. — Sennilegra Klofalækur, því hann klauf bygðina nærri því að endilöngu á Rangárvöllum ytri. Og gæti þá bærinn Klofi verið kendur við lækinn. Eftirtektarvert er það, hve fyrstu lnm. hér voru lausir við það yfirlæti, að kenna lög og láð, bygðir og bæi við sjálfa sig. Enginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.