Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 64
62 kölluð Selvík (46) og vestan-til við hana heita Selvíkurklettar (47), allháir klettar, og fram undan þeim eru sker, sem fjarar á, en fram af þeim skerjum er sjerstakt sker, sem aldrei fjarar á, og heitir Ær- sker (48), stundum kallað Rollusker. Nokkru vestar er Vesturnesja- flagan (49), langur grasi vaxinn hólmi. Á móts við hana er vestasta horn nesjanna, og beygjast þá nesin í landsuður, og skerst þar inn vogur milli þeirra og Hríshólmanna, sem heitir Einarsvogur (50). Hann nær nokkuð langt upp, nærri upp undir Stekkjarborg, og fast upp að Hríshólmarifi. Tvær eru lendingar að útsunnanverðu í Vesturnesjunum og heitir hvortveggja að lenda í Einarsvogi; í báðum lendingunum eru mjög fornfáleg naust, en sjest þó allvel fyrir þeim. Fyrir austan heimari lendinguna heita Einarsvogshœðir (51) og Einarsvogsbrekkur (52) með þeim að sunnanverðu. Þegar Geirmundur og Kjallakur deildu um land milli Klofninga og Fábeinsár og börðust á ekrunum fyrir utan Klofninga (þ. e. Kvenn- hóli), og Björn og Vestar fóru að sætta þá, lenti Vestar í Vestars- nesi. Þetta örnefni er hvergi hjer til og löngu týnt. Mjer þykir lík- legt að Vesíarsnes sje einmitt það sem nú er kallað Vesturnes, því sennilegast er, að þeir hafi lent í Dagverðarnesi. En það er heldur ekkert af þessum nesjum í vestur frá Dagverðarnesbænum og nær ekkert af þeim suður í miðaftanseyktina; en bærinn hefir áreiðanlega alla tíð staðið þar sem nú er hann. Suður af Einarsvogshæðunum er Stekkjarborgin (53). Vestan-undir klettunum á henni er stekkurinn og umgirtur túnblettur. Þegar sjera Páll J. Mathiesen bjó i Dagverðar- nesi (1846—1854) Ijet hann byggja garð í kringum stekkjartúnið og rækta það. Þó hefir hann líkast til ekki orðið fyrstur til þess, því annað garðlag, mjög fornfálegt, er innantúns við garðinn á norður- hlið túnsins. Sjera Lárus M. S. Johnsen ljet halda við garðinum og túninu meðan hann bjó í Dagverðarnesi (1854—1859). Magnús Einars- son, fóstri minn, flutti að Dagverðarnesi 1859; hann ljet halda við þessu túni lítils háttar fyrst, en síðustu ár sín þar hirti hann ekkert um það (d. 1884). Nú er túnið og girðingin löngu komin í kalda kol. Fyrir sunnan Stekkjarborgina er borg, kölluð Syðriborg (54). Útsuður- af þessum borgum eru háir hólar, skiftast lítils háttar í tvent efst, kallaðir Sandhólar (55). Lyng og gras er lítils háttar upp-eftir þeim, en gróðurlaus sandur víðast ofan til á þeim. Vestur af þeim eru Hrís- hólmarnir (56), efri og fremri, stórir hólmar, líkjast fastalandi. Tvö rif eru fram í efri hólmana og fellur sjór aldrei yfir annað. Tvö rif eru líka úr efri hólmunum fram í fremri hólmana og fellur yfir bæði um stórstraum. Ekki vottar fyrir að nokkurn tíma hafi verið hrís í hólm- unum, þö þeir hafi þetta nafn, en lúsalyng er allmikið í þeim og gras
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.