Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 53
5Í
fyr í jörðu hjer á landi neinar leifar af slíku verki. — Nokkur smá
viðarkol fann jeg enn fremur í dys þessari. Þau mun hafa verið látin
í hana af ásettu ráði. Títt var síðar að láta viðarkol í grafir krist-
inna manna, og þess finst getið, að þeirra hafi fyr orðið vart í dysj-
um frá heiðni, bæði í Noregi og hjer á landi.
Hestsbeinin fundust flest og sýndu, að hesturinn hafði verið lagður
á kviðinn í' dysina, höfði snúið að manninum, en makkinn sveigður
til vinstri, mót suðri eða undan brekkunni. Enn fremur mátti sjá af
stærð þeirra, að hesturinn hefur verið sem venjulegur meðalhestur
nú að stærð, og af tönnunum var auðsjeð, að hann hafði verið orð-
inn gamall er hann var fenginn haugbúa til helfarar. Af reiðtygjum
fanst járn-naglar og -kengir úr söðlinum (hnakknum), með trjelaufum
um, og járnhringjur 2, alt gagnbrunnið af ryði.
Af hinum fundnu leifum og af því, að jeg tel líkur til, að Stein-
finnsstaðir hafi verið hjer, þykir mjer ekki of djarft til getið, að hjer
sje fundinn haugur Steinfinns landnámsmanns Reyrketilssonar.
31. ág. 1925.
Matthías Þórðarson.
A t h s .
Við framanritaða skýrslu mína vil jeg nú bæta því við að jeg
tel tilgátu Brynjólfs Jónssonar í Árb. 1907, bls. 19, rjetta, þar sem
hann telur að Þórsmörk hafi fyrrum ekki náð lengra en nú, inn að
Þröngá. Kr. Kálund hefur einnig, í Isl. Beskr. I, bls. 261, Iátið í ljós,
að frásögn Landnámabókar bendi til hins sama. En Brynjólfur hefur
eins og Sigurður Vigfússon (Árb. 1888—92, 38—39) og flestir aðrir
viljað taka tillit til hinnar villandi frásagnar Njálssögu, um þrjá bæi
í Þórsmörk, »er í Mörk heita allir«. Kr. Kálund datt í hug (sbr. Isl.
Beskr. I, 261—63) hið rjetta, það að í sögunni sje átt við Merkur-
bæina þrjá, sem nú heita svo, Syðsta-Mörk, Mið-Mörk og Stóra-Mörk,
þótt höfundur sögunnar segi fyrir ókunnugleika sakir að bæirnir sjeu
inni á Þórsmörk. Á hans dögum var ekki einn einasti bær á Þórs-
mörk og höfðu aldrei verið þrír. Málið er einfalt og ljóst; hjer er blátt
áfram um villu að ræða í Njálssögu, eina af mörgum í því snildar-
riti. — Kr. Kálund þykir líklegast, að Björn í Mörk, sem Njálssaga
segir hafi búið í Miðmörk, eða á miðbænum, hafi búið inni á Þórs-
mörk. Miðhluti hennar nefnist nú Miðmörk. Að öllu athuguðu er
sennilegast, að Björn hafi búið inni á Þórsmörk og þá á Þuríðarstöð-
um á Miðmörk, en ekki á þeirri Miðmörk, sem er miðbærinn af Merk-
urbæjunum þremur, þótt höfundur Njálssögu hafi haldið það, — af
því hann áleit jafnframt að þessir þrír Merkurbæir væru allir inni á
Þórsmörk. M. Þ.