Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 53

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 53
5Í fyr í jörðu hjer á landi neinar leifar af slíku verki. — Nokkur smá viðarkol fann jeg enn fremur í dys þessari. Þau mun hafa verið látin í hana af ásettu ráði. Títt var síðar að láta viðarkol í grafir krist- inna manna, og þess finst getið, að þeirra hafi fyr orðið vart í dysj- um frá heiðni, bæði í Noregi og hjer á landi. Hestsbeinin fundust flest og sýndu, að hesturinn hafði verið lagður á kviðinn í' dysina, höfði snúið að manninum, en makkinn sveigður til vinstri, mót suðri eða undan brekkunni. Enn fremur mátti sjá af stærð þeirra, að hesturinn hefur verið sem venjulegur meðalhestur nú að stærð, og af tönnunum var auðsjeð, að hann hafði verið orð- inn gamall er hann var fenginn haugbúa til helfarar. Af reiðtygjum fanst járn-naglar og -kengir úr söðlinum (hnakknum), með trjelaufum um, og járnhringjur 2, alt gagnbrunnið af ryði. Af hinum fundnu leifum og af því, að jeg tel líkur til, að Stein- finnsstaðir hafi verið hjer, þykir mjer ekki of djarft til getið, að hjer sje fundinn haugur Steinfinns landnámsmanns Reyrketilssonar. 31. ág. 1925. Matthías Þórðarson. A t h s . Við framanritaða skýrslu mína vil jeg nú bæta því við að jeg tel tilgátu Brynjólfs Jónssonar í Árb. 1907, bls. 19, rjetta, þar sem hann telur að Þórsmörk hafi fyrrum ekki náð lengra en nú, inn að Þröngá. Kr. Kálund hefur einnig, í Isl. Beskr. I, bls. 261, Iátið í ljós, að frásögn Landnámabókar bendi til hins sama. En Brynjólfur hefur eins og Sigurður Vigfússon (Árb. 1888—92, 38—39) og flestir aðrir viljað taka tillit til hinnar villandi frásagnar Njálssögu, um þrjá bæi í Þórsmörk, »er í Mörk heita allir«. Kr. Kálund datt í hug (sbr. Isl. Beskr. I, 261—63) hið rjetta, það að í sögunni sje átt við Merkur- bæina þrjá, sem nú heita svo, Syðsta-Mörk, Mið-Mörk og Stóra-Mörk, þótt höfundur sögunnar segi fyrir ókunnugleika sakir að bæirnir sjeu inni á Þórsmörk. Á hans dögum var ekki einn einasti bær á Þórs- mörk og höfðu aldrei verið þrír. Málið er einfalt og ljóst; hjer er blátt áfram um villu að ræða í Njálssögu, eina af mörgum í því snildar- riti. — Kr. Kálund þykir líklegast, að Björn í Mörk, sem Njálssaga segir hafi búið í Miðmörk, eða á miðbænum, hafi búið inni á Þórs- mörk. Miðhluti hennar nefnist nú Miðmörk. Að öllu athuguðu er sennilegast, að Björn hafi búið inni á Þórsmörk og þá á Þuríðarstöð- um á Miðmörk, en ekki á þeirri Miðmörk, sem er miðbærinn af Merk- urbæjunum þremur, þótt höfundur Njálssögu hafi haldið það, — af því hann áleit jafnframt að þessir þrír Merkurbæir væru allir inni á Þórsmörk. M. Þ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.