Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 34
Ævarsskarð hið forna.
í Árbók Fornleifafjelagsins 1923, bls. 65, varpaði Hannes Þor-
steinsson skjalavörður fram þeirri tilgátu, í fróðlegri ritgerð um bæja-
nöfn á íslandi, að Ævarsskarð hið forna muni vera það, sem nú er
kallað Litla-Vatnsskarð. Færir hann talsvert góð rök fyrir þessu.
Athugasemdir við nefnda ritgerð hr. H. Þ. hefur nú dr. Finnur Jóns-
son birt í Árbók Fornleifafjel. 1924, og segir m. a. um þessa tilgátu
H. Þ.: »Skýring höf. á Ævarskarði er óhugsandi« (bis. 8). Og síðar
segir doktorinn, eftir að hann hefur fært fram ástæður sínar: »Skýr-
ing höf. fellur af sjálfu sjer og hefði aldrei átt að vera sett fram«
(s. st.). Athugasemd þessari (og öðrum) í grein dr. F. Jónssonar hefur
hr. H. Þorsteinsson svarað ítarlega í sama riti (bls. 31—33) og bætt
þar við góðri upplýsing um þetta nafn og fengið þar með styrkustu
stoðina undir áðurgreinda tilgátu. Kem jeg nánar að því atriði síðar.
í »Eftirmála« (sama rit bls. 79) lýsir dr. F. J. yfir því, að hann taki
»ekki eitt orð aftur í ritgerð sinni« og falla því áður tilvitnuð orð
einnig undir þessa yfirlýsingu prófessorsins. í »Öðrum eftirmála«
segist hr. H. Þ. afdráttarlaust hafa kveðið prófessorinn »vendilega í
kútinn með allar fjarstæður sínar og staðhæfingar« (sjá bls. 80).
Þessir lærðu herrar hafa því togað reip um nafnaskýringarnar, eins
og ritgerðir þeirra sýna, og kveðst hvor um sig halda sínum hlut
fyrir hinum.
Þótt engum dyljist, sem eitthvað hefir fengist við samskonar
rannsókn, hvoru megin að nákvæmni og skarpskygni sje í meiri hluta,
verður það ekki til umræðu hjer. Á hinn bóginn langar mig til að
taka hjer til athugunar Ævarsskarðs-tilgátu hr. H. Þ., því allmikið hef
jeg um það hugsað, hvar skarðsins væri að leita, og aflað mjer upp-
lýsinga um þetta atriði.
Svo er og önnur ástæða til þess að jeg legg hjer orð í belg.
Veturinn 1921—22 samdi jeg skýringar yfir torskilin bæjanöfn í
Húnavatnsþingi. í ritgerð þessari sló jeg fram þeirri tilgátu (neðan-
máls), að Ævarsskarð mundi vera þar sem nú er kallað Litla-Vatns-
skarð. Hafði jeg í hyggju að rannsaka það mál betur síðar.
Ritgerð þessa sendi jeg svo góðkunningja mínum í Reykjavík