Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Síða 34
Ævarsskarð hið forna. í Árbók Fornleifafjelagsins 1923, bls. 65, varpaði Hannes Þor- steinsson skjalavörður fram þeirri tilgátu, í fróðlegri ritgerð um bæja- nöfn á íslandi, að Ævarsskarð hið forna muni vera það, sem nú er kallað Litla-Vatnsskarð. Færir hann talsvert góð rök fyrir þessu. Athugasemdir við nefnda ritgerð hr. H. Þ. hefur nú dr. Finnur Jóns- son birt í Árbók Fornleifafjel. 1924, og segir m. a. um þessa tilgátu H. Þ.: »Skýring höf. á Ævarskarði er óhugsandi« (bis. 8). Og síðar segir doktorinn, eftir að hann hefur fært fram ástæður sínar: »Skýr- ing höf. fellur af sjálfu sjer og hefði aldrei átt að vera sett fram« (s. st.). Athugasemd þessari (og öðrum) í grein dr. F. Jónssonar hefur hr. H. Þorsteinsson svarað ítarlega í sama riti (bls. 31—33) og bætt þar við góðri upplýsing um þetta nafn og fengið þar með styrkustu stoðina undir áðurgreinda tilgátu. Kem jeg nánar að því atriði síðar. í »Eftirmála« (sama rit bls. 79) lýsir dr. F. J. yfir því, að hann taki »ekki eitt orð aftur í ritgerð sinni« og falla því áður tilvitnuð orð einnig undir þessa yfirlýsingu prófessorsins. í »Öðrum eftirmála« segist hr. H. Þ. afdráttarlaust hafa kveðið prófessorinn »vendilega í kútinn með allar fjarstæður sínar og staðhæfingar« (sjá bls. 80). Þessir lærðu herrar hafa því togað reip um nafnaskýringarnar, eins og ritgerðir þeirra sýna, og kveðst hvor um sig halda sínum hlut fyrir hinum. Þótt engum dyljist, sem eitthvað hefir fengist við samskonar rannsókn, hvoru megin að nákvæmni og skarpskygni sje í meiri hluta, verður það ekki til umræðu hjer. Á hinn bóginn langar mig til að taka hjer til athugunar Ævarsskarðs-tilgátu hr. H. Þ., því allmikið hef jeg um það hugsað, hvar skarðsins væri að leita, og aflað mjer upp- lýsinga um þetta atriði. Svo er og önnur ástæða til þess að jeg legg hjer orð í belg. Veturinn 1921—22 samdi jeg skýringar yfir torskilin bæjanöfn í Húnavatnsþingi. í ritgerð þessari sló jeg fram þeirri tilgátu (neðan- máls), að Ævarsskarð mundi vera þar sem nú er kallað Litla-Vatns- skarð. Hafði jeg í hyggju að rannsaka það mál betur síðar. Ritgerð þessa sendi jeg svo góðkunningja mínum í Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.