Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 2
2 í Alþingishúsinu; en fyrir hin var í fyrstu nægjanlegt húsrúm, þótt nú sje þar orðið of þröngt fyrir 2 þeirra og þau jafnframt orðin þar mjög bagalega til þrengsla fyrir Landsbókasafnið. En þessi þrengsli Landsbókasafnsins urðu fyr en búist hafði verið við einmitt af því, að undir stjórn hins nýja landsbókavarðar jókst safnið á þeim árum mjög mikið og fljótt. Mikil breyting hafði orðið á högum Forngripa- safnsins meðan Jón Jacobson stóð fyrir því, en miklu stórkostlegri breyting, og til meiri langframa, varð á högum Landsbókasafnsins undir stjórn hans; og þó gat hann ekki, — sakir mótþróa landsstjórnar og löggjafarvalds — fengið öllu því framgengt, sem hann þráði og leitaði ákaft eptir fyrir þessa stofnun: Aukið húsrúm, innan hennar eigin húss, og auknar fjárveitingar til nauðsynja hennar. Sjálfur hefur hann í hinu ágæta afmælisriti Landsbókasafnsins, er það safn varð hundrað ára, gert nokkra grein fyrir öllu þessu, er nú var nefnt við- víkjandi því safni, og skal því ekki farið hjer lengra út í þetta mál. Jón Jacobson mun ekki hafa gengið í fjelag vort fyr en 1903, en á aðalfundi það ár var hann kjörinn endurskoðari og það embætti hafði hann síðan á hendi, unz hann var kjörinn fulltrúi 26. nóv. 1915; það var hann svo til dauðadags, en jafnframt skrifari árin 1917, frá því 27. nóv. það ár, til 1920, þá var hann, á aðalfundi 16. oktober, kjörinn varaforseti fjelagsins. Hann ritaði ekki mikið í árbækur fjelags- ins, til þess hafði hann lítið næði fyrir aðalstörfum sínum, en hann birti í árbókunum yfirlit yfir viðbót við Forngripasafnið þau ár, er hann veitti því forstöðu, og hann birti þar enn fremur nokkrar myndir af ýmsum merkum hlutum í safninu og ljet fylgja þeim greinir til skýringar. — Það liggja ekki mörg rit eptir Jón Jacobson og er söknuður að, því að hann var bæði mjög gáfaður maður og hafði góða þekking á ýmsum greinum og ritaði framúrskarandi gott mál, enda var hann mælskumaður talinn í betra lagi; var málsnild hans nokkuð með fornrómversku sniði, sem von var að raunar, því að hann stundaði latínunám við háskólann í Kaupmannahöfn. — Því voru honum og ætíð mjög geðþekk hin fornrómversku fræði og vegna yfirburða-þekkingar sinnar í þeim var hann jafnan, um mjög mörg ár, prófdómari við stúdentsprófin í Lærða-skólanum. Jón Jacobson var fjölhæfur maður og ævistörf hans urðu mörg og merkileg, þótt hjer verði ekki talin. Hann var um nokkur ár 1890—96 bóndi í Skagafirði, bjó þar á Víðimýri, hann var um nokkur ár þingmaður Skagfirðinga (1893—99) og síðan Húnvetninga (1903 —1907) og munu afskipti hans af ýmsum málum, einkum fjármálunum, hafa verið talin mjög heppileg, enda var hann glöggur fjármálamaður og hlaut um tíma að fást allmikið við kaupsýslu fyrir aðra. — Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.