Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 16
16
Þess má enn geta, að málssókn Bolla Bollasonar á Hegranesþingi
á hendur Þórólfi stærimanni1) kemur ekki þessu eíni við. Bolli er
utanfjórðungsmaður. Það mun vera eina dæmi þess í sögunum, að
maður höfði mál á héraðsþingi utan fjórðungs síns.
Annað dæmið, og hið fjórða af þeim, sem hér hafa verið talin,
sýnast ótvírætt benda til þess, að fjórðungsþing Norðlendinga hafi
verið háð í Hegranesi. Er það sérstaklega eptirtektarvert, að fjórða
dæmið, eptirmál Koðráns frá Möðruvöllum, gerist ekki fyr en um
miðja 11. öld.
Frá Vaðlaþingi er aðeins ein sögn, er ef til vill gæti bent til þess,
að þar hafi fjórðungsþing verið. Guðmundur ríki tók mál á hendur
Vöðu-Brandi af Þorbirni á Reykjum, þingmanni sínum, »ok bjó til
várþings«. Þegar málsefnið gerðist var Brandur með föður sínum,
Þorkeli bónda á Mýri, en var orðinn heimamaður Þorkels Geitissonar
í Krossavík þegar málsóknin hófst. Um þingfesti Þorkels á Mýri segir
ekki, en vera mætti, að hann hafi verið í Vaðlaþingi, jafnvel í þingi
með Guðmundi sjálfum, er átti þingmenn norður í Reykjahverfi.
Mætti ætla, að Guðmundur hefði bygt málsóknina á þessu, talið Brand
heimamann föður síns og því þingfastan í Vaðlaþingi. En það var
lögleysa að höfða mál þetta á Vaðlaþingi, hvort sem það var vor-
þing eða fjórðungsþing, því Brandur var þingfastur í Austfirðingafjórð-
ungi. Þorkell Geitisson hygst því að verja málið og segir að vera
kunni, að Guðmundur hafi eigi það hugað, að Brandur »er eigi þar í
fjórðungi«. Á þinginu sækir Guðmundur málið »í Norðlendingadóm«
en Þorkell eyddi málinu. Stefndi hvor öðrum síðan til alþingis, Guð-
mundur Þorkeli um þingsafglöpun, en Þorkell Guðmundi um rangan
málatilbúnað2). Það, er bent getur til fjórðungsþinghalds í þessari sögu,
eru orð Þorkels, uin að Brandur sé eigi þar í fjórðungi, og það, að
Guðmundur stefndi málinu í Norðlendingadóm. En þó er hæpið að
byggja mikið á því. Fyrra atriðið gæti samrýmst því, að hér væri
um vorþing að ræða, en uin síðara atriðið er þess að geta, að þar er
glundroði allmikill í handritunum. Segja sum handrit jafnvel, að málið
væri sótt i Austfirðingadóm. Er því vant að vita, hvað á þessu má
byggja. Þrátt fyrir þetta eina dæmi virðast mér því engar líkur fyr-
ir því, að fjórðungsþing Norðlendinga hafi verið háð annars staðar en
í Hegranesi.
Með því, sem sagt hefir verið hér að framan, vona ég að mér
hafi tekist að færa nokkrar líkur fyrir því, að fjórðungaþingin hafi
1) Laxdæla útg. Kálunds Halle 1896. LXXXI 1, 2, 4, bls. 238—239.
2) Isl. fornsögur I. bls. 145—149.