Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 13
13 samrýmd öðrum heimildum, ef talið er að hún eigi við fjórðungsþlng á þessum stað. Um þingið undir Ármannsfelli er hvergi getið annars staðar, og engin gögn eru fyrir fjórðungsþinghaldi annars staðar í Sunn- lendingafjórðungi. Þórsnesþing var fjórðungsþing Vestfirðinga, segir kirknatalið1). Ber því um þetta saman við Landnámu og Eyrbyggju, eins og áður var getið. í sögunum er víða getið um inálasóknir á Þórsnesþingi og eru sum þeirra mála þannig vaxin, að ætla má, að þau hafi verið fjórðungsþingsmál. Skulu þær sagnir raktar hér. Eyrbyggja segir frá því, að Illugi svarti deildi á Þórsnesþingi við Þorgrím Kjallaksson og sonu hans, um mund og heimanfylgju Ingibjargar Ásbjarnardóttur, konu Illuga, er Tinforni hafði átt að varð- veita. Vann Illugi inálið og greiddi Tinforni féð2). Illugi svarti, sók- naraðili málsins, er Illugi svarti Hallkellsson á Gilsbakka í Hvítársíðu. Hefir hann sennilega verið goðorðsmaður í Þverárþingi3). Það er í öllu falli vafalaust, að hann hefir ekki átt þingfesti í Þórsnesþingi. Tinforni, varnaraðilinn, er vafalaust sami maður og Tinforni Æsuson úr Svíney, Kjallaksdóttur á Kjallaksstöðum, Bjarnarsonar, en Kjallakur afi hans var bróðursonur Gjaflaugar, konu Bjarnar austræna, ömmu Þorgríms Kjallakssonar. Þeir Þorgrímur og Tinforni voru þvi að þriðja og fjórða4). Vegna þessarar frændsemi hafa þeir feðgar veitt Tinforna lið í málum þessum. Ekki er sagt, hvar Tinforni hafi búið, né hvar hann hafi verið í þingi. En ætla má, að hann hafi búið vestra í átt- höguin sínurn, og verið í þingi með frændum sínuin Kjallekingum. Ingibjörg, kona Illuga, var og ættuð úr Dölum, sonardóttir Harðar þess, er Hörðudal nam5), og er því ekki ótrúlegt, að mundur hennar og heimanfylgja hafi að einhverju leyti verið í eignum þar vestra. Aðil- ar eru þá ekki samþinga en samfjórðungs, og það, að málið er sótt á Þórsnesþingi, bendir þá til þess, að um fjórðungsþing sé að ræða. Þessi málaferli áttu sér stað um 980, að því er talið er. Þess skal getið, að Eyrbyggja segir, að þessi mál hafi gjörst á sama þingi og því, er Þorbjörn digri á Fróðá stefndi Geirríði i Máfahlíð til fyrir fjöl- kyngi. Þau Geirríður og Þorbjörn hafa vafalaust bæði átt þingfesti í Þórsnesþingi, og væri því ef til vill þess að vænta, að mál þeirra væri rekið á vorþinginu í Þórsnesí. En bæði getur hér verið um ónákvæmni ► !) 2) 3) 4) 5) DI. XII bls. 12, Kálund II bls. 390. Eyrbyggja XVII, 1—3 bls. 45-46. Gunnlaugs saga Ormstungu útg. Finns Jónssonar Kbh. 1916 5 bls. 9. Landnáma II. 19 bls. 88. Landnáma II. 2 bls. 55, II. 17 bls. 84.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.