Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Qupperneq 40
38
gamlar menjar eru þar engar, nema Strúgshaugur1). Enda munu all-
ir kunnugir fallast á, að þar hafi aldrei verið búið. Munnmæli eru
heldur engin til unr það. Aftur liggur Auðúlfsskarð fremst í land-
náminu og það er vel byggilegt. En Landnáma sker úr um þetta
skarð — því »Gautr bygði Gautsdak og er bærinn austast í skarð-
inu. Þetta bendir líka á, að skarðið hafi í fornöld heitið Gautsdalur,
en til aðgreiningar bæjarnafninu og í betra samræmi við landslag
nefnt Auðúlfsstaðaskarð, enda er það skamt frá Auðúlfsstöðum.
Þá komum vjer að þriðja og síðasta skarðinu í Landnámi Ævars
og það er Litla-Vatnsskarð. Þarna hygg jeg nú sem fyr að Ævars-
skarð sje. Mjer finst að orðalag Landn.: »Þar skifti hann löndum
með skipverjum sínum«, bendi sterkiega á það, að landnámi sínu í
Langadal hafi hann skift upp milli skipverja sinna, og syni sínum ætl-
ar hann Móberg. »Ofan til Ævarsskarðs« stendur best og ágætlega
heima við þenna stað. Það er því vel skiljanlegt, að Vatnsskarð hef-
ur áður fyrri talist hjáleiga frá Móbergi, þótt langt sje á milli. Synir
Ævars hafa erft jörðina eftir föður sinn og hygg jeg að hann hafi
ekki lifað mörg ár eftir útkomu sína. Þá er það eftirtektarverður
kunnleiki hjá höf. Landn. á leið Véfröðar. Hann »gekk norðan
til föðr síns ok kendi faðir hans hann eigi«. Véfroður hefur farið
fram svonefndan Hryggjadal, svo eftir Víðidal og — einmitt á
þeirri leið er Litla-Vatnsskarð, við suðurenda Víðidals. Er þetta
alfaraleið ennþá, og vísast til að Véfröður hafi fyrstur manna
farið þessa leið. Þá hefur engin bygð verið á Víðidal og
fyrsti bærinn, sem Véfroður hittir, er auðvitað bær Ævars í Ævars-
skarði (þ. e. L.-Vatnsskarði). Ekkert hefur kvisast um útkomu sonar
hans, því Véfroður hefur spurst fyrir um föður sinn í Skagafirði, og
eftir upplýsingum farið stystu leið. Ef t. d. Ævarr hefði búið í Ból-
staðarhlíð, hlaut útkoma hans að frjettast fljótt, því Sæmundarhlíð
hefur þá verið sem óðast að byggjast, og ferðir tíðar »vestan yfir
fjall«. í raun og veru liggur ágæt upplýsing í frásögn sögunnar. Af
því Véfroður gat ekki hitt menn að máli á leið þessari fyr en í Æv-
arsskarði, þá hafði engin frjett borist um hann vestur og því »kendi
faðir hans hann eigi«. Jafnvel þótt ekki væru aðrar ástæður tilfærð-
1) Þar á Þorbjörn strúgr, launsonur Ævars að vera heygður. Sögn er, að
Langdælingar hafi grafið í hauginn, komið niður á kistu mikla og náð kopar-
Ijóni, sem stóð á lokinu. En þá hafi alt umhverfis sýnst í ljósum loga. Urðu
mennirnir hræddir, hættu við gröftinn og gáfu Holtastaðakirkju koparljónið. Á
það svo að hafa verið sent suður á Forngripasafnið. — Skálin eftir gröftinn
sjest enn. Höf. — Ljónið, gömul vatnskanna (aquamanile), er nr. 1854 í Þjóð'
menningarsafninu. M, Þ,