Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Page 25
23
af stærstu fjörðum landsins, ekkert hérað (nema Grímsnes), enginn
jökull eða hátt fjall, og engin af stærstu ám eða stöðuvötnum, er
skírt í höfuð þeim eða kent við þá — svo kunnugt sé. F a x i
var ekki lnm. Hjörleifshöfði, Ingólfshöfði, Ingólfsfell o. fl. eru undan-
tekningar í þessu tilliti. Bæði fyrir neðan ákvæðið: »hátt fjall«, og
auk þess líklegra að aðrir en þeir fóstbræður sjálfir, hafi síðar kent
þessar hæðir við þá. Bendir á það orðalag Ara fróða, aðal-höf. Land-
námu (Ln.): »þar es Ingolfs höfþi callaþr . . . en þar Ingolfs fell«.
Sjaldan er þess getið í Ln., hver gaf örnefni þau, sem kend eru
við landnámsmennina. Um einkanafnkend bæja þeirra, er langoftast
komist svo að orði: »hann (hún — ok) bjó at (á — í)« ... Af
þessu verður ekki ráðið hvort lnm. skírðu sjálfir bæi í höfuð sjer, eða
aðrir. En þegar sagt er í Ln. »þar er nú kallað . . . heitir nú« eða
því líkt, þá má gera ráð fyrir, að nafnið sje yngra en landnámið.
Ekki síst þegar »þar heitir nú á, — tóttum«. Nefna má eitt dæmi:
Ölver Hásteinsson bjó á Stjörnusteinum — »þar heita nú Ölvesstað-
ir« (Ln. útg. 1843, 301, eða 1891,213). Síðar heitir þar »Ölvestóttir«
þegar Flóamannasaga er rituð.
Oftast hefur Ln. líka þetta sama orðalag: »hann bjó« o. s. frv.
þegar bæir lnm. eru kendir við a n n a ð en þá sjálfa. En þá kemur
þó líka fyrir annað orðalag. Skulu hér rakin nokkur dæmi, er sýna,
að þessar nafngjafir voru mikið algengari í fyrstu, og benda á nokkr-
ar líkur fyrir því, að þá hafi lnm. oftar gefið nöfnin: Ingólfur »bygþi
suþr í Raikjavíc«, Skallagrímur »reisti bæ . . . ok kallaði at Borg, ok
svá kallaði hann fjörðinn Borgarfjörð«, (Ln. 57 eða 47). Helgi magri
»færði bú sitt í Kristsnes«. »Örnólfur gerði þá bú upp í K j a r r a-
d a 1, þar er nú heita Örnólfsstaðir«, (Ln. 68, eða 55). Um Ingimund
gamla er þetta sagt: »Hann gaf öll örnefni þar í nánd, þau er nú
eru«. — Ekki eru mörg kend við hann, (Ln. 1843, 176).
Fáir bæir eru kendir við hina fyrstu og göfugustu lnm. Geir-
mundarstaðir heljarskinns mega teljast með undantekningum á stór-
menna-sviðinu. En svo hefur bær hans líka annað nafn: »undir
Skarði« (á Skarðströnd). og svipað — tvö nöfn — má að vísu segja
um þrjá aðra af »ágætustu« lnm. Um Hámund bróður Geirm. — er
þetta sagt: »ok bjó þar sem Helgi hafði fyrst búið, ok nú heitir síð-
an á Hámundarstöðum«. (Ln. 209).
Móti þessum fáu mannanafna-bæjum, mætti nægja að nefna
Hofsstaði og Hofin 7 (þeirra Mostrarskeggs, Hængs, Bjólans, Ingi-
mundar gamla, Eiríks í Goðdölum, Hjalta, Böðvars hvíta og Stein-
björns i Vopnafirði). Svo og Skóga, Rauðafell, Hlíðarenda, Bólsstað,
Stokkseyri, Reykjavík, Esjuberg, Borg á Mýrum, Hvamm í Dölum,