Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1925, Side 18
Herjólfsdalur.
í Árb. 1913, bls. 28, ljet jeg í ljós, hvar mjer virtist líklegast að
bær Herjólfs landnámsmanns á Vestmannaeyjum hefði staðið, nefnilega
í Herjólfsdal miðjum, en ekki þar sem munnmæli hafa sagt, undir
skriðunni við Fjósaklett. — Til þess að endurtaka ekki hjer það sem
áður hefur verið ritað í árbækur fjelagsins um Herjólfsdal, bæinn o.
fl. þar, vil jeg leyfa mjer að vísa á Árb. 1907, bls. 5—8, Árb. 1913,
bls. 7—9 og 22—32.
Það sem benti til að bær Herjólfs hefði verið í miðjum dalnum
voru sandorpnar og vallgrónar mannvirkisleifar, með aðfluttu grjóti,
sem sást votta fyrir upp úr grasrótinni sums staðar. Mjer sýndust vera
hjer óljósar bæjarleifar.
Jeg rannsakaði þessar bæjarleifar betur með grepti 6. og7. ág. 1924.
Hefur komið í ljós, að hjer hafa verið þrjú hús. Austasta húsið hefur
verið aðalhúsið, rúmar 25 stikur að lengd og 3—4 stikur að breidd
að innanmáli nú. Því hefur verið skift í tvent; hefur nyrðri hlutinn,
líklega eldahúsið eða aðal-íveruhús karla, verið 14^2 st. að lengd og
nær 5 að breidd við norðurgafl. Veggjaleifar þessa langhúss eru að
eins um 73—V2 st- hæð og rjett undir grasrót, sem öll er hjer
smáþýfður vallendismói. Þær eru með blágrýtis-hleðslusteinum, tekn-
um úr skriðum í dalnum. Fyrir dyrum sjest ekki með vissu nú, en
þær hafa verið á annari hvorri hliðinni eða báðum. Um alla tóftina
sjást leifar af gólfskán með viðarkolamylsnu og ösku, en skánin
er mjög þunn (um 1 cm.) og ber vott um að hjer hafi ekki verið
búið lengi.
Um 472 st. fyrir vestan langhús þetta, innri brún á vesturvegg
þess, er innri brún á austurvegg annars húss, minna. Það hefur staðið
á móts við syðri hluta langhússins, norðan til, verið samhliða því og
um 672 st. að lengd að minsta kosti, en um 3 að breidd innan veggja.
Veggirnir halda sjer betur á þessari tóft, eru nær 1 stiku háir, og
hefur tóftin fyllst af sandi. Gaflar hafa hrunið út og inn; verður
lengdin ekki sjeð nákvæmlega, nema með því að taka upp alt það
grjót, sem hrunið hefur. Dyr hafa að líkindum verið á norðurgafli,