Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 5
MYNDASKRÁ
1 Arnfríður Benediktsdóttir (1569—1647) húsfreyja, Skarði,
Skarðsströnd. Blýantsteikning, 20 X 16 cm, eftir mynd á prédikunar-
stól í kirkjunni á Skarði. Neðst á blaðinu er rit-
að: ArnfrySur Benedicts dótter dó 164-7 d 78
aldurs ári, stendur undir mind hennar, og hægra
megin á blaðinu neðan til: (pilsiS rautt svuntan
gul). Fest á blað með mynd af manni Arnfríðar,
Daða Bjarnasyni (sjá þar) og eru myndirnar nú
báðar í einni umgerð og gler yfir. Stærð 30.3 X
40.9 cm. Teikningar þessar eru án efa gerðar í
ferðinni um Breiðafjörð 1858, því að Sigurður
kom þá að Skarði (sbr. myndir af Ingibjörgu
Ebenesersdóttur og Kristjáni Magnússen).
Eign Þjóðminjasafns, upphaflega skráð Þjms. nr. 1926, en endur-
skráð Mms. 9. Samkvæmt skráningarnúmeri ætti myndin að hafa
komið í safnið 16.8. 1881. En á nr. 1926 hefur upphaflega verið skráð
„Hermesar brjóstmynd,“ gifsafsteypa, gjöf frá W. J. Birkbeck. Hún
er strikuð út og hefur Matthías Þórðarson skrifað við með blýanti
„ . . . settar inn myndir Sig. Guðm. af þeim Daða og Arnfríði."1)
Verður ekki séð hvenær safnið hefur í raun og veru eignast mynd-
irnar, né með hverjum hætti.
!) Óprentuð skrá Þjóðminjasafnsins (frumskráin).
2 Árni Thorsteinsson (1828—1907) landfógeti. Blýantsteilming,
spjaldstærð 28.3 X 21 cm.1) Áritun í vinstra horni að neðan, nokkuð
á ská: Sigurdr Gu'ðmundsson 1858. Myndin er í umgerð undir gleri.
Ártalið bendir til að hún sé gerð í ferðinni um Breiðafjarðarbyggð-
ir, en Árni var þá sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og
sat í Stykkishólmi. Af bréfi frá Árna til Sigurðar2) má ráða að þeir
hafi verið nákunnugir, líklega frá námsárunum í Kaupmannahöfn.
Eigandi myndarinnar er nú Sveinbjörg Kjaran, Reykj avík, ekkja