Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 103
beit af austurlenskri gerð
109
6. mynd. Tungulaga beit úr bronsi með
upphleyptu skreyti, Stengrinda, Klinte
sókn, Gotlandi. Hlutfall 1/1. Birt eftir
Arne 191/, 156. mynd. — Tongue-sliaped
bronze mount -with relief decoration,
Stengrinda, Klinte parisli, Gotland, Swed-
en.
1. mynd. Hjartalaga beitir úr lélegu
silfri (?) með nielló og faststeypUim gaddi
a bakhlið. Beitirnar eru í stóru safni vík-
mgaaldarhluta sem fundust við malartöku
1 Burge, Rone sókn, Gotlandi, innleyst
1863. Augsýnilega eru hlutirnir úr gröf-
um. 1 safninu er fjöldi austurlenskra
beita, m. a. 28 hjartalaga, og margar
hringjur og ólaslciptar skreyttir i rúna-
steinastíl. Hlutfall 1/1. SHAl 3067. Ljósm. höf. ■— Hcart-shaped mounts of
debased silver (?) with niello, Burge, Rone parisli, Gotland, Sweden.
raðirnar með hlaupandi hundi eru þannig úr garði gerðar að upp-
undningarnir vaxa hvorir fyrir sig út frá bsinni línu við brúnir beit-
arinnar.
Munstrið á Lundarbeitinni ber einnig nokkurn svip af flokki tungu-
lagaðra beita, þar sem munstrið er samansett úr röð af aðgreindum,
mjög stílfærðum pálmettum með tígullaga miðblað sem veit fram í
brodd beitarinnar. Beitir af þessu tagi þekkjast í fornleifafundum frá
Smálöndum (Furen), Hárjedalen og Medelpad í Svíþjóð, landsvæðinu
milli Vladimir og Jaroslavl fyrir sunnan efri Volgu í Rússlandi og
frá fljótinu Ob í Síberíu.
En góðar hliðstæður við íslensku beitina eru reyndar ekki aðeins
á tungulöguðum beitum, heldur einnig á mörgum hjartalöguðum. Svo
sem áður greinir í lýsingu beitarinnar, má skilja munstrið sem röð af
pálmettum í hjartalöguðum umgerðum, og þetta er einmitt venjulega