Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 54
60
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
var sr. Sveinbjörn í Kaupmannahöfn 1850, en ekki er trúlegra að
myndin sé gerð þar og þá.
Um frummyndina er ekki neitt vitað frekar, vísast að hún hafi
borist af landi burt því að Sveinbjörn, elsti sonur sr. Sveinbjarnar
Hallgrímssonar, varð yfirkennari í Árósum og þangað fluttist einnig
Sigríður, dóttir sr. Sveinbjarnar.
!) Óprer.tuð skrá Mannamyndasafns.
97 Sylvía Níelsdóttir Thorgrímsen (1819—1904) húsfreyja, Eyrar-
bakka. Blýantsteikning, 16.4 X 11.3 cm. Árituð í vinstra horni að
neðan, á ská: Sigur'ör Guömundsson. Myndin
er vel varðveitt, en nokkuð gulnuð. Ekkert ár-
tal bendir til þess hvar hún sé gerð, en hún er
almennt talin gerð í Reykjavík eftir heimkomu
Sigurðar.1)
Myndin er eign Þjóðminjasafns, skráð Mms.
960. Kom til safnsins 1.2. 1917, keypt af Krist-
rúnu Benediktsson, en hún var dóttir Ástu
Júlíu Hallgrímsson, sem var dóttir Sylvíu.
') Sbr. Jón Auðuns, op. cit., bls. 51.
98 Vilhjálmur Hákonarson (1812—1874) útvegsbóndi, Kirkjuvogi.
Túskteikning, 18.5 X 13 cm. Um hana segir Matthías Þórðarson:
„Sögð vera eptir Sigurð málara Guðmundsson, en það er ólíklegt."1)
Ekki færir Matthías bein rök fyrir skoðun sinni, en segir aðeins að
teikningin sé „líklega gerð eptir ljósmynd, sbr. nr. 4319.“ Ekki skal
því neitað að teikningin er áþekk Mms. 4319 og fleiri ljósmyndum í
Mannamyndasafni, og getur vel verið að hún
sé teiknuð eftir einhverri slíkri fyrirmynd. Samt
sem áður gæti hún verið eftir Sigurð málara.
Að minnsta kosti virðist hún gerð af kunn-
áttumanni í teikningu og koma þá ekki margir
til greina, ef myndin er svo gömul sem talið
er. En að sögn Evu Ólafsdóttur frá Kalmans-
tjörn2) sem er afkomandi Vilhjálms (dóttur-
dótturdóttir), á Sigurður að hafa gert mynd-
ina þegar hann var að mála altaristöflu í Kirkju-
vogs- fremur en Hvalsneskirkju.3)