Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1977, Blaðsíða 130
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
norræna menningarsvæði, því veldur m. a. myndefnið, myndefnis-
röðunin og ekki síst myndstaðurinn. Enda liafa margir fræðimenn
bæði innlendir og erlendir um hurðina og skurðinn fjallað. Samdóma
álit þeirra flestra er að Valþjófsstaðahurðin sé gerð um eða eftir
aldamótin 1200. Einn þeirra, Magnús Már Lárusson, hefur sýnt fram
á að hurðin hafi í upphafi verið hærri, skipuð þrem myndkringlum
í stað tveggja nú. Á sínum tíma komst sú sögn á kreik að hurðin hefði
verið fyrir skála en ekki kirkju. Magnús kvað þessa þjóðsögu í kút-
inn við sama tækifæri, sýndi fram á að fyrir kirkjudyrum á Valþjófs-
stað hafi þessi hurð verið í ein 650 ár. Fyrst fyrir hátimbraðri staf-
kirkju sem rifin var um miðja átjándu öld og síðan fyrir torfkirkju-
dyrum skert og minnkuð, en hafði þó hlíf af lítilli forkirkju þangað
til hún var send til Kaupmannahafnar 1851.1
Á kirkjuhurðinni frá Valþjófsstað eru tvö sjálfstæð skurðverk.
Á því neðra mynda fjórir hringdrekar uppistöðu, bíta í sína
eigin sporða með smáhnykk á hausum, bolir og vængir fléttast
saman með reglubundnum hætti, fætur og klær einnig og mætast við
lítinn knapp í miðju. Þetta er skreyti. Aftur á móti er myndsaga á
efri hlutanum, saga af riddara, dreka, ljóni og fugli. Myndkringlan
skiptist eftir láréttri miðju í tvennt. Sagan hefst í neðri helft. Ridd-
arinn leggur sverði í kvið dreka eins mikils, sem spennt hefur ljón
sporði og heldur föstu. Á sveimi yfir er fugl. Riddarinn frelsar ljón-
ið og í efri hluta, sem á eru tveir myndþættir, sést að það hefur gerst
honum fylgispakt og fuglinn sestur á makka hestsins. Þetta er fyrri-
hluti seinni þáttar og skipar ívið meira rúm en lokaatriði sögunnar.
Þar liggur ljónið á gröf bjargvættar síns, á henni er kross og þetta
letur: Sjá hinn ríka lconung hér grafinn er vá drelca þenna. Yfir bak
Ijónsins sér í húsgafl sem óefað á að sýna kirkju. Við þessa mynd
nemum við staðar. Hvað fáum við lesið úr kirkjumyndinni á hurð-
inni frá Valþjófsstað? (2. og 3. mynd).
Húsið sem við sjáum er timburbygging. Sé þetta kirkja eða kap-
ella, sem engin ástæða er til að efa, er hún einskipa, án útbrota. Þak-
ið er með burst, nákvæmlega 90° í kverk, eða krossreist. Móta sést
fyrir þakborðum efst, en vindskeiðar eru felldar undir þau og yfir
skarsúðarklæðningu á bjórnum og vottar fyrir einhverskonar skreyti
á endum þeirra við þakskegg. Vindskeiðarnar ganga töluvert út fyrir
veggi. Undir bjór er þil með öðru sniði og kalla má standþil að fornri
venju. Á því miðju eru dyr með tvíboga efst. Flöturinn umhverfis
dyrnar er sléttur og myndskerinn hefur markað litla rauf báðumeg-
in dyra til að skilja greinilega að dyrumbúnað og þilfjalir.